19.12.1977
Efri deild: 42. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1506 í B-deild Alþingistíðinda. (1188)

130. mál, skyldusparnaður og ráðstafanir í ríkisfjármálum

Forsrh. (Geir Hallgrímsson):

Herra forseti. Hv. 1. landsk. þm. beindi til mín fsp. í ræðu hér áðan þess efnis, hvað ríkisstj. hygðist gera til þess að leysa vandamál atvinnuveganna, sjávarútvegs, landbúnaðar og iðnaðar, eins og hann nefndi, og taldi að efni þess frv., sem hér er á dagskrá, væri ekki fullnægjandi til að leysa þann vanda sem þar blasti við. Ég get verið alveg sammála hv. þm. um það. En ég vil leggja áherslu á að efni þessa frv. og þær aðgerðir, sem felast í þeim frv., sem hér hafa verið til meðferðar á hv. Alþ. undanfarið, eru nauðsynleg forsenda fyrir lausn á vandamálum atvinnuveganna. Þau vandamál verða auðvitað til meðferðar hjá ríkisstj. í þinghléi og verða úrræði og tillögur að svo miklu leyti sem atbeina þings er þörf, sem ég tel litinn vafa um, lögð fyrir Alþ. þegar það kemur aftur úr jólaleyfi. Að öðru leyti mun ég gera grein fyrir þessum málum í Sþ. og tel ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um þetta efni að sinni.