19.12.1977
Efri deild: 42. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1509 í B-deild Alþingistíðinda. (1197)

126. mál, almannatryggingar

Frsm. meiri hl. (Oddur Ólafsson):

Herra forseti. Heilbr.- og trn. Ed. hefur fjallað um frv. til l. um breyt. á l. nr. 9 12. apríl 1977, sbr. I. nr. 95 31, des. 1975, um breyt. á l. um almannatryggingar, nr. 67/1971, um sjúkratryggingagjald. Frv. er liður í tekjuöflunaráætlun ríkisstj. og stendur í sambandi við afgreiðslu fjári. Nefndin varð ekki á eitt sátt um afgreiðslu frv. Meiri hl. n, leggur til að frv. verði samþ. óbreytt eins og það liggur nú fyrir deildinni með þeim breytingum sem voru gerðar á því í Nd. Albert Guðmundsson var fjarverandi afgreiðslu málsins.

Frv. fjallar um það, að á árinu 1978 skuli sjúkratryggingagjald nema 2% af gjaldstofni álagðra útsvara samkv. 1., 2, og 3. mgr. 23. gr, l. nr. 8 18, maí 1972, um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breytingum, en þó að frádregnum:

a) bótum samkv. II. og IV. kafla l. nr. 67 20. apríl 1971 með síðari breytingum;

b) námsfrádrætti er skattstjóri ákveður vegna þeirra er stunda nám í a.m.k. 6 mánuði á árinu; c) lækkunum skattgjaldstekna er skattstjóri ákveður samkv. 52, gr. l. nr. 68 15. júní 1971 með síðari breytingum;

d) í viðbót við þær fjárhæðir elli- og örorkulífeyrisbóta, sem frá eru dregnar samkv. a-lið þessa töluliðs, skal draga frá hjá þeim einstaklingum, sem nutu elli- og örorkulífeyris á árinu 1977, 300 þús. kr. og hjá hjónum 500 þús. kr.

Þetta er sú breyting, sem varð á frv. í Nd., þ.e.a.s. d-liður, bættist við, að hjá bótaþegum elli- og örorkulífeyris skuli þessi viðbót koma, d-liðurinn, að þessar 300 þús. kr, skuli draga frá einstaklingi og hjónum 500 þús. kr., áður en sjúkratryggingagjaldið er lagt á. Þetta er til mikilla hagsbóta fyrir bótaþega og léttir þeim mjög þessa skattbyrði.