19.12.1977
Neðri deild: 41. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1579 í B-deild Alþingistíðinda. (1268)

132. mál, ráðstafanir vegna lánsfjáráætlunar 1978

Frsm. meiri hl. (Tómas Árnason):

Herra forseti. Ég ætla ekki við þetta tækifæri að taka upp þrætur við hv. 2, þm. Austurl. um sögu járnblendimálsins. Ég tók eftir því, að upplestur minn úr bréfinu fór mjög fyrir brjóstið á honum að vonum. En ég vil aðeins fullvissa hann um það, að þegar gengið verður til málflutnings fyrir kosningarnar að vori, þá verður bréfið góða með í förinni og það verður því lesið upp sennilega oftar en einu sinni, e.t.v. fjórtán sinnum.