20.12.1977
Sameinað þing: 35. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1624 í B-deild Alþingistíðinda. (1324)

106. mál, fjáraukalög 1975

Frsm. samvn. samgm. (Friðjón Þórðarson) [frh.]:

Herra forseti. Ég ætla þá, áður en ég læt máli mínu lokið, að gera grein fyrir tölum þeim sem eru á þskj. 241, þ.e.a.s. það er sjálf úthlutunin til hinna einstöku flóabáta og annarra aðila.

Norðurlandsbáturinn Drangur fær 27 millj., sami í stofnstyrk 2 millj. Til vetrarsamgangna í Árneshreppi 300 þús. Hríseyjarbátur fær 1.7 millj. í rekstrarstyrk, í stofnstyrk 500 þús. Grímsey vegna flugferða 800 þús. Til snjóbifreiða í Dalvíkurlæknishéraði 300 þús. kr. Mjóafjarðarbátur fær 3 millj. í rekstrarstyrk og 2 millj, í stofnstyrk. Snjóbifreið í Vopnafirði 300 þús. Snjóbifreið á Fjarðarheiði fær 4.5 millj. í rekstrarstyrk og 2 millj. í stofnstyrk. Snjóbifreið á Fagradal hlýtur 450 þús. í rekstrarstyrk, en 250 þús. í stofnstyrk. Snjóbifreið á Oddsskarði fær 3.5 millj. í rekstrarstyrk, en sama stofnstyrk og á þessu ári, 500 þús. kr. Snjóbifreið á Fljótsdalshéraði 300 þús. kr. Snjóbifreið í Borgarfirði eystra 600 þús. kr. Snjóbifreið í Stöðvarfirði, Egilsstaðaflugvöllur 450 þús. Til vöruflutninga á Suðurlandi 3.4 millj. kr. Hf. Skallagrímur 36 millj. Mýrabátur 70 þús. Til vetrarflutninga í Breiðavíkurhreppi 200 þús. kr. Breiðafjarðarbáturinn Baldur 45 millj. og sami í stofnstyrk 3 millj. Langeyjarnessbátur 450 þús. Snjóbifreið í Austur-Barðastrandarsýslu 300 þús. kr. Til vetrarflutninga í Vestur-Barðastrandarsýslu 900 þús. Dýrafjarðarbátur 340 þús. Snjóbifreið um Botnsheiði 604 þús. Djúpbáturinn Fagranes 37 millj., sá sami í stofnstyrk 3 millj., sami vegna mjólkurflutninga úr Dýrafirði 500 þús. kr. Snjóbifreið í Þórshafnarhéraði 300 þús. kr. Snjóbifreiðar á Akureyri 400 þús., sami aðili í stofnstyrk 150 þús. kr. Þá eru vetrarflutningar um Lónsheiði 600 þús., stofnstyrkur til sama aðila sama fjárhæð, 600 þús. kr. Snjóbifreið Axarfjörður-Kópasker 500 þús. Snjóbifreið á Hólmavík 400 þús. Snjóbifreið í Hálshreppi, Suður-Þingeyjarsýslu, 400 þús., sami aðili í stofnstyrk 250 þús. Þá eru vetrarflutningar í Skarðshreppi í Dalasýslu 100 þús. Vetrarsamgöngur í Reykhóla- og Gufudalshreppi 400 þús. Egilsstaðir-Seyðisfjörður vegna mjólkurflutninga 350 þús. Póst- og vöruflutningar á Jökuldal 200 þús. Vetrarferðir í Haukadal 100 þús., Flugbjörgunarsveitin, Akureyri, 300 þús., sami í stofnstyrk 100 þús. Snjóbifreið í Önundarfirði 200 þús. Svínafell í Nesjum 70 þús. Sandsheiði á Vestfjörðum 300 þús. Herjólfur, Vestmannaeyjaskip, 45 millj., sami í stofnstyrk 10 millj., sami vegna mjólkurflutninga 2.5 millj. Þá eru mjólkurflutningar í Önundarfirði 400 þús. Og loks mjólkurflutningar í Súgandafirði 100 þús. kr. Samtals nema þessir liðir allir, sem ég nú las upp, 244 millj. 890 þús. kr.

Samkv. því, sem nú hefur verið sagt, er ljóst að mikil hækkun hefur orðið á þessum fjárlagalið eða rúmlega 60% frá gildandi fjárl. Hitt er svo jafnljóst, að vandi margra umsækjenda er hvergi nærri leystur með þessum fjárveitingum eða fjárframlögum. Sannleikurinn er sá, að svo margt er óunnið í samgöngumálum okkar, að nánast er sama hvar drepið er niður fæti. Þó hefur mikið verið gert og enn meira áformað. Vetrarferðir eru erfiðar og dýrar, en að sama skapi skemmtilegar og lærdómsríkar og iðulega óumflýjanlegar og það er e.t.v. það, sem mestu máli skiptir.

Það er von og ósk nm. í samvn. samgm., að fjárveitingar þessar, þó að stundum þyki naumar, verði drjúgur stuðningur til þeirra mörgu, dugmiklu manna, sem annast flutninga og ferðir í lofti, á landi og sjó og veita landsmönnum ómetanlega þjónustu og aukið öryggi. Að síðustu þakka ég nm. öllum gott samstarf.