20.12.1977
Sameinað þing: 35. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1626 í B-deild Alþingistíðinda. (1325)

106. mál, fjáraukalög 1975

Ingvar Gíslason:

Herra forseti. Ég hef kvatt mér hljóðs til að mæla fyrir brtt. við fjárlög sem er á þskj. 260. Till. er flutt af 14 þm. sem sæti eiga í menntmn. beggja d. Þessi till. hljóðar þannig efnislega, að við 4. gr., liðinn: Heiðurslaun listamanna samkv. ákvörðun Alþ. komi sundurliðun sem verði í sérstöku yfirliti. En till. er þannig, að fyrst er nafn Ásmundar Sveinssonar, síðan koma Finnur Jónsson, Guðmundur Daníelsson, Guðmundur G. Hagalín, Halldór Laxness, Indriði G, Þorsteinsson, Kristmann Guðmundsson, María Markan, Snorri Hjartarson, Tómas Guðmundsson, Valur Gíslason, Þorvaldur Skúlason. Hver þeirra manna, sem hér eru nefndir, fái 750 þús, kr. Samtals er þá liðurinn 9 millj, kr.

Ég vil geta þess, að menntmn. beggja þd. ræddu á sameiginlegum fundi sínum um: val manna í heiðurslaunaflokk listamanna, enda hefur sú venja skapast að fela menntmn. að fjalla um þetta málefni og gera till. til Alþ. um hverjir hljóta skuli heiðurslaun. Undanfarin ár hafa heiðurslaun verið veitt 12 listamönnum. Eins og ég hef lýst er það enn till. hinna sameinuðu nefnda að 12 listamenn skuli hljóta heiðurslaun á árinu. 1978, og eru það 11 sömu menn sem á yfirstandandi ári, en í stað Ríkarðs Jónssonar myndhöggvara, sem lést á árinu, leggja nm. til að María Markan óperusöngvari hljóti heiðurslaun. Þess er skylt að geta, að margir aðrir listamenn komu til greina í þessu sambandi og var um það rætt á fundum hinna sameinuðu nefnda. En lok málsins urðu þau, að María Markan reyndist eiga mest fylgi meðal nm.

Ég vil taka það skýrt fram, að allir nm., 14 að tölu, standa að till. um að María Markan hljóti heiðurslaunin. Það er því von mín að hv. alþm. styðji þessa till. og samþykki hana, enda má fullyrða að María Markan er mjög vei að þessum heiðri komin. Er á engan hátt kastað rýrð á aðra listamenn sem til greina gætu komið við úthlutun heiðurslauna.

Nú er komin fram till. frá hv. þm. Albert Guðmundssyni um fjölgun listamanna í heiðurslaunaflokki úr 12 í 16. Af þessu tilefni vil ég greina frá því, að þeirri hugmynd var hreyft á sameiginlegum fundi menntmn. að fjölga í heiðurslaunaflokkunum, en innan n. átti sú hugmynd ekki meirihlutafylgi. Ég leyfi mér að ítreka tilmæli mín um stuðning við till. 14 menntmn.- manna á þskj. 260.

Persónuleg skoðun mín er sú, að rétt sé að halda fjölda heiðurslaunamannanna innan hóflegra marka. Sýnist talan 12 eðlileg viðmiðun á næsta ári, eins og verið hefur undanfarin ár. auðvitað er ekki hægt að búast við því, að við umr. um svona mál verði allir sammála um hvað eina. En ég held að það sé skynsamleg starfsregla innan Alþ. að fela fjölskipaðri n. að gera till. um val manna í heiðurslaunaflokkinn.

Ég sé nú að hér er enn komin fram brtt. frá Magnúsi Kjartanssyni og þar er gerð till. um að í þennan hóp bætist Ólafur Jóhann Sigurðsson og Sigurjón Ólafsson. Það er sama að segja um þessa till. sem hina, sem ég nefndi, frá hv. þm. Albert Guðmundssyni, að ég tel eðlilegt að leggja mikla áherslu á að till. okkar 14-menninganna verði samþykkt.