20.12.1977
Efri deild: 49. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1680 í B-deild Alþingistíðinda. (1367)

139. mál, vörugjald

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Á þskj. 291 er gert ráð fyrir að framlengja vörugjald sem sett var á með lögum 1971. Um áramótin 1976–1977 voru þau lög framlengd um eitt ár og er nú enn gert ráð fyrir að, framlengja þau um ár. Þessi mál hafa verið til endurskoðunar og er þeirri endurskoðun ekki lokið.

Af því vörugjaldi, sem lagt er á samkvæmt lögum frá 28. des. 1976, er greidd í Styrktarsjóð vangefinna nokkur upphæð af gosdrykkjum, þ.e. 7 kr. af hverjum lítra Með þessu frv. er gert ráð fyrir að í stað 7 kr. verði framlag til Styrktarsjóðsins 10 kr. af hverjum litra og gjaldið hækki sem því nemi.

Að vísu var gert ráð fyrir því upphaflega í frv., að ríkissjóður fengi örlitið til sín, en hv. þm. Nd. töldu ekki ástæðu til þess og fjh.- og viðskn. flutti um það brtt., sem var samþ. Var sú hækkun, sem gert var ráð fyrir að rynni til ríkissjóðs, dregin til baka og brtt. á þskj. 289 samþykkt.

Ég hafði ekki uppi athugasemdir í hv. Nd. og leyfi mér því hér að leggja til að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2, umr og hv. fjh: og viðskn. Vænti ég þess, að hægt verði að lögfesta frv. fyrir jólaleyfi.