21.12.1977
Sameinað þing: 35. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1699 í B-deild Alþingistíðinda. (1407)

137. mál, frestun á fundum Alþingis

Forsrh. (Geir Hallgrímsson):

Herra forseti. Ég mæli hér með till. til þál. um samþykki til frestunar á fundum Alþ. samkv. 23. gr. stjórnarskrárinnar, svo hljóðandi:

„Alþingi ályktar að veita samþykki til þess, að fundum þingsins verði frestað frá 21. des. 7977 eða síðar ef henta þykir, enda verði það kvatt saman á ný eigi síðar en 23, jan. 1978.“

Það er ekki þörf að skýra þessa till. nánar. Efni hennar er í raun og veru þm. kunnugt við aðstæður eins og þessar. Þegar hugað er að jólaleyfi þm. þarf að taka ákvörðun um hvenær þm. hittast aftur og ganga til starfa.