21.12.1977
Sameinað þing: 35. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1700 í B-deild Alþingistíðinda. (1408)

137. mál, frestun á fundum Alþingis

Lúðvík Jósepsson:

Herra forseti. Með þáltill. þessari er lagt til að fresta fundum Alþ. með formlegri alþingissamþykkt um eins mánaðar skeið. Slík formelg ákvörðun Alþingis sjálfs um frestun þingfunda hefur verið túlkuð þannig, að þá fengi ríkisstj. vald til þess að gefa út brbl. í þinghléi. Ef hins vegar væri um það að ræða að fundum Alþ. væri frestað með einfaldri ákvörðun forseta þingsins eftir þar til settum reglum, þá væri litið svo á að þing væri enn að störfum og ekki hægt að beita bráðabirgðalagavaldi.

Nú er út af fyrir sig ekkert við því að segja að fresta fundum Alþ. og veita ríkisstj. val til þess að setja brbl. ef um venjulega og eðlilega tíma hefði verið að ræða. En ég tel að nú standi hins vegar allt öðruvísi á. Það er öllum hv. alþm. kunnugt, að við blasa stórfelld vandamál hjá atvinnuvegum landsmanna og ekki hefur verið komið neitt nærri því að reyna að fást við þau vandamál í störfum Alþ. nú að undanförnu. Nú síðustu dagana fyrir jól hafa öll störfin snúist um það að reyna að finna ráð til þess að koma saman fjárl., a.m.k. af forminu til, en sú afgreiðsla hefur sannarlega ekki tekið á neinn hátt tillit til þess stóra vandamáls sem varðar rekstur meginatvinnuvega landsmanna. Ég tel að í mesta máta sé óeðlilegt og ólýðræðislegt að senda Alþ. heim um mánaðartíma, ef það mánaðarhlé yrði notað þannig af hæstv. ríkisstj. að hún tæki þá til við þessi stóru verkefni og leysti þau með brbl.-setningu. Það er skoðun mín að hv. Alþ. eigi að fjalla um þessi mál, að sjálfsögðu samkv. till. frá hæstv. ríkisstj. þegar hún hefur undirbúið till. sínar er eðlilegt að Alþ. sé kallað saman og fjalli um þær till. sem eiga að heita lausn um einhvern tíma á þessum stóru vandamálum.

Við vitum að nú stendur þannig á að blátt áfram allar aðalatvinnugreinar landsmanna hafa gert stórfelldar kröfur til ríkisins um aðstoð.

Það er nokkuð síðan samtök bænda í landinu gerðu tilleknar samþykktir og áskoranir og kröfur til ríkisvaldsin. Mér er ekki kunnugt um að þessum kröfum hafi á neinn hátt verið svarað. Hins vegar hef ég séð í einu dagblaðanna haft eflir einum hæstv. ráðh., að ríkisstj. ætli sér að fjalla um þessi mál í þinghléi. Ég tel út af fyrir sig að það sé í rauninni vansæmd að Alþ. fari nú í mánaðar jólaleyfi án þess að takast á við þessi verkefni eins og þau liggja fyrir.

Við vitum einnig að forustumenn í sjávarútvegi hafa þingað og lagt fram kröfur sínar og sent fulltrúa sína á fund ríkisstj. Okkur er sagt að talið sé að fiskiðnaðinn í landinu skorti 4.5–5 milljarða kr. til þess að endar nái saman við þá rekstrarstöðu sem fiskiðnaðurinn býr við í dag. Auk þess liggur svo hitt fyrir, að kröfur eru komnar fram um allmikla fiskverðshækkun og að þeirri kröfu standa jafnt sjómenn eða fulltrúar sjómanna og fulltrúar útgerðarmanna í landinu. Verði hér um nokkra fiskverðshækkun að ræða, — sem ég býst við að flestir eða allir búist við vegna þess að það var ekki um neina fiskverðshækkun að ræða 1. okt., þegar gert var ráð fyrir fiskverðshækkun, og það er varla við því að búast að laun sjómanna geti staðið óbreytt um langan tíma í slíku almennu launaskriði eins og á sér stað nú í landinu:, — þá auðvitað vex þessi vandi, sem rætt er um í sambandi við fiskiðnaðinn, til muna. Nú hef ég ekki aðstöðu til að leggja neinn dóm á það, hverjar af þessum kröfum þessara aðila eru réttmætar, en ég held að enginn vafi sé á því, að þarna er um mikil alvörumál að tefla sem gætu hæglega leitt til þess að undirstöðuatvinnuvegir landsmanna stöðvuðust rétt eftir að þm. hafa farið frá Alþingi.

Við vitum einnig að forustumenn iðnaðarins í landinu hafa gert sínar kröfur, sem legið hafa lengi óafgreiddar á Alþ., og það stendur til samkv. lögum og reglum að enn verði breyting hjá íslenskum iðnaði til óhagræðis varðandi tollareglur nú um áramót. Þykir þó ærinn vandi vera þar fyrir, þar sem okkur hefur m.a. verið sagt að ýmsar þýðingarmestu greinar útflutningsiðnaðarins séu komnar að því að stöðvast. Við þessar aðstæður tel ég að með öllu sé óforsvaranlegt að Alþ. taki sér mánaðarfrí frá störfum og veiti hæstv. ríkisstj. heimild til brbl.-ákvörðunar, enda væri ekki lýðræðislegt að takast á við þessi verkefni á þann hátt, nema þá aðeins í því tilfelli að slík brbl. væru sett til örskamms tíma, rétt til þess að fleyta sér yfir það versta. Að sjálfsögðu á Alþ. að fjalla um slík stórmál sem þetta.

Ég hef bent á það áður í umr, á Alþ., í sambandi við afgreiðslu fjári. núna og ákvörðun efnahagsmálastefnu í mikilvægum greinum fyrir næsta ár, að í rauninni væri alveg fráleitt að ekki skuli fara hér fram jafnhliða umr. um það, hvernig eigi að fást við þessi langsamlega stærstu verkefni sem við okkur blasa. Það er aldeilis saga til næsta bæjar, að Alþ. skuli hafa setið að störfum frá því í okt, og fram að jólum og ætli síðan að taka sér frí frá störfum fram til 23. jan. án þess að hafa fjallað á raunhæfan hátt um stöðuna í efnahagsmálum. Menn líta á það eitt út af fyrir sig að reyna að forminu til að ná saman fjárl. sem eru, eins ég ég hef sagt áður í umr., aðeins minni háttar atriði í sambandi við þau meginmál sem þarna er um að ræða.

Í framhaldi af þessu vil ég spyrja hæstv. forsrh, um það, hvort hann vilji lýsa því hér yfir, að ríkisstj. muni ekki beita brbl: valdi sínu á meðan þm, eru í þingfríi, nema þá, eins og ég hef sagt, aðeins til stuttrar ákvörðunar, aðeins bráðabirgðaákvörðunar til þess að bjarga yfir versta vandann, en að öðru leyti verði málin til umfjöllunar fyrir Alþ. Ég kalla það ekki að vera til umfjöllunar fyrir Alþ.,ríkisstj. setji brbl. og þau séu síðan að forminu til lögð fyrir Alþ., en þvælist þar í marga, marga mánuði og megi heita gott ef þau verða staðfest á Alþ. um það leyti sem þau ganga úr gildi, eins og mörg dæmi eru til um. Spurning mín til hæstv. forsrh. er því sú í sambandi við þessa till: Treystir hann sér til að lýsa því yfir, að ríkisstj. beiti ekki brbl.- valdi sínu varðandi afgreiðslu þessara stóru mála, nema þá rétt til skyndiákvörðunar, á meðan þm. eru í burtu í þinghléi? En eins og ég hef sagt, þá tel ég hins vegar sjálfsagt að Alþingi verði kallað saman til þess að fjalla uni þessi mál hvenær sem er á þessu tímabili.

Þá hlýt ég einnig að spyrja hæstv. forsrh, um það fyrir hönd ríkisstj.: Hverjar eru hugmyndir hæstv. ríkisstj, um lausn á þessum vandamálum? Það er ótrúlegt að hún hafi ekki fjallað t.d. um vandamál landbúnaðarins að undanförnu eða hugleitt þau upp úr viðræðum sínum við fulltrúa bændastéttarinnar. Við vitum að bændasamtökin höfðu lagt áherslu á eina aðgerð nú þegar, en hún var að fella niður söluskatt á kjöti og kjötvörum og greiða á þann hátt m.a. fyrir sölu þeirra afurða. Hitt liggur hins vegar fyrir, að ríkisstj, hefur beitt sér fyrir því á Alþ.,till. þessa efnis hefur verið formlega felld. Og þó að þá hafi komið fram yfirlýsingar um að menn. treysti því, að ríkisstj. fáist til þess að glíma við þessi vandamál og leysa þau, og þm. hafi fellt þessa till. í trausti þess, þá spyr ég: Hverjar eru hugmyndir hæstv, ríkisstj. til lausnar á málefnum landbúnaðarins? Það er í rauninni algert lágmark að hæstv. ríkisstj. geri hér einhverja grein fyrir því, áður en þing er sent heim í mánaðarfrí, hvað hún hugsar sér í þessum efnum, hvernig ætlar hún sér að bregðast við þeim vanda sem þarna blasir við. Og ég spyr einnig: Hvaða hugmyndir hefur hæstv. ríkisstj. um lausn á vandamálum sjávarútvegsins? Hvað eru umr. um þau mál komnar langt? Hefur ríkisstj. einhverjar till. um það, hvernig hægt verði að koma í veg fyrir að allar fiskveiðiflotinn stöðvist út af deilum um fiskverð nú um áramót? Eins og kunnugt er ber skylda til þess að ákveða nýtt fiskverð um áramót, og þó að það hafi stundum dregist nokkuð fram yfir það sem lög mæla fyrir um, þá hefur það venjulega verið til stutts tíma. Við vitum að verði þarna á dráttur, þá getur það leitt til stöðvunar framleiðslu, Hvaða hugmyndir hefur hæstv. ríkisstj. um að leysa þennan mikla vanda, a.m.k. til bráðabirgða, þar til Alþ. getur fengið tíma til þess að takast á við málefnið? Ég spyr einnig hæstv. forsrh.: Hvað hugsar ríkisstj. sér að gera varðandi málefni iðnaðarins? Hann er búinn að knýja á dyr í langan tíma og leita eftir tilteknum aðgerðum, hefur sett fram sínar till. Þær till. hafa ekki verið ræddar formlega hér á Alþ. og ekkert liggur fyrir um afstöðu hæstv, ríkisstj. annað en það, að hún hefur ekki viljað sinna þessum till. Ég spyr því einnig um það, hverjar séu hugmyndir hæstv. ríkisstj. til þess að mæta vandamálum iðnaðarins.

Ég legg áherslu á að það er lágmark að hæstv. ríkisstj, skýri alþm. frá því, hvað stendur til og hvernig þessi mál standa, áður en hér er staðið upp og haldið heim í jólaleyfi. Treysti hæstv. forsrh. sér ekki til að lýsa því yfir, að ríkisstj, beiti ekki brl.-valdi sínu nema þá rétt til skyndiákvörðunar varðandi þessi mál, þá treysti ég mér ekki til þess að samþykkja þá till. sem hér liggur fyrir um þingfrestun í heilan mánuð. Það verður þá að vera á ábyrgð hæstv. ríkisstj., að þau vinnubrögð eru tekin upp að víkja sér undan því að takast á við allra stærstu þjóðmál og láta Alþ. ekki fjalla um þau, heldur eigi að stjórna landinu og glíma við hin stærstu þjóðmál eftir brbl.- ákvörðun ríkisstj. Ég tel að í stórmálum eins og hér er um að ræða sé þetta með öllu óverjandi. Og ég vil segja það, að það réttlætir ekki á nokkurn hátt að mínu áliti þessa afstöðu að ætla að senda Alþ. heim án vitneskju um lausn á þessum málum, þó að hægt sé að telja fram einhver dæmi um að slíkt hafi gerst áður, því að það hefur aldrei blasað við jafnmikill og almennur vandi, sem snertir atvinnulífið allt, um það leyti sem Alþ. fer heim, og hv. alþm, hafa aldrei vitað jafnlitið um það og núna hvað í rauninni stendur til.

Ég vil vænta þess, að hæstv. forsrh. treysti sér til að svara fsp, mínum og gera nokkra grein fyrir þessum stóru málum.