21.12.1977
Sameinað þing: 35. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1719 í B-deild Alþingistíðinda. (1424)

1. mál, fjárlög 1978

Dómsmrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Ég tel þörf á því að lagfæra kjör landhelgisgæslumanna með tilliti til sérstöðu starfa þeirra. Ég mun sem yfirmaður Landhelgisgæslunnar reyna að vinna að því að svo verði gert. Nú hefur fjvn. hins vegar ekki treyst sér að þessu sinni að verða við beiðni um 10% launaálag, sem þeir hafa notið til skamms tíma. Undir þeim kringumstæðum hlýt ég sem hver annar góður liðsmaður stjórnarflokkanna að segja nei.