21.12.1977
Sameinað þing: 35. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1720 í B-deild Alþingistíðinda. (1427)

1. mál, fjárlög 1978

Magnús T. Ólafsson:

Herra forseti. Samtök þm. úr einstökum kjördæmum um að flytja við lokaafgreiðslu fjári. óskalista í tillöguformi hafa ekki raunhæfa þýðingu og því hafnaði ég að gerast flm. að þessari till. þegar mér stóð það til boða. Þar við bætist það, að brýnasta málið, sem till. fjallar um, byggingarmál Borgarsjúkrahúss, hefur komist í slíkt klúður fyrir tilverknað þeirra, sem ábyrgð bera á stjórn Reykjavíkurborgar, að engin tök virðast á að ráða fram úr því á skynsamlegan hátt. Því greiði ég ekki atkv.