21.12.1977
Sameinað þing: 35. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1721 í B-deild Alþingistíðinda. (1431)

1. mál, fjárlög 1978

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Ég vil harma ábyrgðarlaust tal ráðh. heilbrigðismála um það, hvernig borgarstjórn hefur staðið að byggingarmálum sjúkrastofnana í borginni, og vísa fullyrðingum hans um sýndarmennsku í flutningi á þessum till, heim til föðurhúsanna. Fullyrðingar ráðh. eiga hvergi annars staðar húsaskjól, enda eru till. fluttar að tilhlutan borgarstjórnar Reykjavíkur, og samkv. bréflegri ósk borgarstjórans í Reykjavík: Ég segi já.