24.01.1978
Sameinað þing: 38. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1739 í B-deild Alþingistíðinda. (1467)

93. mál, Inndjúpsáætlun

Fyrirspyrjandi (Sigurlaug Bjarnadóttir):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. landbrh. fyrir svör hans. Ég dyl ekki vonbrigði mín yfir hvernig þau hljóðuðu: Að landbúnaðarmál öll væru í endurskoðun í heild, það veit ég fullvel. Inndjúpsáætlun yrði ekki tekin þar sérstaklega út úr. Ég geri mér líka fullvel grein fyrir að það eru önnur svæði á landinu, sem þurfa sérstakrar aðstoðar við. Ég hygg þó, eins og ég tel að hafi komið fram í máli mínu áðan, að norðanverðir Vestfirðir hafi þarna allgreinilega sérstöðu Það fóru í eyði algerlega tveir nyrstu hrepparnir, Sléttuhreppur og Grunnavíkurhreppur, og það voru allar horfur á að þannig kynni að fara einnig með Ísafjarðardjúp. Góðu heilli varð það ekki. Og ég vil nú lýsa því yfir, að ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því, að t.d. þeim aukalánum frá Stofnlánadeild sem hafa borið uppi framkvæmdir bænda við Djúpið, sem þeir eiga fullt í fangi með að standa undir, verði ekki haldið áfram. Ég fullyrði að það verður bændum of þungbært ef þessum lánum verður kippt fyrirvaralaust til baka. Ég vil því vænta þess, að hér verði áfram haldíð. Ég veit að hæstv, ráðh. hefur fullan vilja til þess. Ég endurtek, að ég tel illa farið ef þessi áætlun, sem má segja að hafi verið staðið myndarlega að, þó a ð fjárframlög hafi verið í knappara lagi, og ég trúi því ekki, að þarna verði skilið við þannig að bændur standi uppi í vandræðum og e.t.v. flosni upp af búum sínum vegna ónógrar aðstoðar opinberra lánaaðila.