24.01.1978
Sameinað þing: 38. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1748 í B-deild Alþingistíðinda. (1475)

332. mál, Ferðamálasjóður

Fyrirspyrjandi (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðh. svörin, fagna því að sérstakar ráðstafanir eru nú í athugun, eins og kom fram af svari hans, nokkrar ráðstafanir þegar gerðar, svo sem að færa verðtryggingu úr 100% niður í 50%, sem þakka ber vissulega, og stórauknar lánveitingar í vændum á þessu ári og verið að vinna að málefnum sjóðsins. Allt þetta þakka ég og vona að því serði fylgt fast eftir.

Við vitum öll að á Íslandi eru ferðamál ung atvinnugrein. Margháttaðir erfiðleikar hafa orðið á vegi þeirra manna sem af áhuga og atorku hafa reynt að ryðja brautina og leggja grunninn að nútíma ferðaþjónustu. Enginn efast lengur um að þetta er mikilvæg búgrein og arðsöm ef rétt er á haldið. Þess vegna er mjög nauðsynlegt að reynt sé að búa sem best í haginn fyrir þá sem hana stunda, svo að ferðamálin nái a ð þróast með eðlilegum hætti hér á landi.