24.01.1978
Sameinað þing: 38. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1748 í B-deild Alþingistíðinda. (1476)

333. mál, starfsemi Hafrannsóknarstofnunar

Fyrirspyrjandi (Pétur Sigurðsson):

Herra forseti. Ég hef leyft mér á þskj. 119 að leggja fram fyrirspurn í sex liðum til hæstv. sjútvrh. um starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar. Ég sé enga ástæðu til þess að fara mörgum orðum um liði fyrirspurnarinnar, því að ég tel að allir hv. alþm, sjái fljótt að þeir skýra sig í raun sjálfir. En þessar spurningar eru:

„1. Hvaða aðilar á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar skipuleggja og stjórna rannsóknar- og fiskileitarleiðöngrum skipa hennar?

2. Hver eru þessi skip og hve margir voru úthaldsdagar þeirra á s.l. ári?

3. Hvað veldur því að b/v Baldur hefur enn ekki hafið rannsóknar- og leitarstörf?

4. Hvaða aðilar ákváðu þær breytingar, sem á skipinu er verið að gera, og í hverju eru þær fólgnar?

5. Hvað haf'a þessar breytingar kostað til þessa, hve mikill er áætlaður heildarkostnaður þeirra nú?

6. Hver var viðgerðarkostnaðurinn samkv. mati á b/v Baldri að afloknu þorskastríði?“