24.01.1978
Sameinað þing: 38. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1756 í B-deild Alþingistíðinda. (1485)

333. mál, starfsemi Hafrannsóknarstofnunar

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Ég ætla fáu við þessar umr. að bæta, enda ástæðulítið. Baldur var keyptur á sínum tíma fullu verði, fyrir 324 millj. kr., og þá enginn frádráttur sem áttí sér stað vegna þess að vindur skipsins væru ekki frambærilegar. En ég veit ekki hvort það hefur verið fram komið, að álit þeirra hafrannsóknamanna og annarra, sem til eru kallaðir, hafi legið fyrir.

Vegna áfallanna í þorskastríðinu var gert við fyrir 60–70 millj. kr. Ekki fíkist maður nú í það. Síðan er samið eftir kröfum fræðinganna um 215 millj, kr, viðgerðir, sem sjálfsagt fara upp í 300 millj. ef maður þekkir rétt til innan dyra í vélsmiðjum og hjá öðrum sem eru að smíða úr harðviðnum þrjú herbergi og eldhús fyrir fræðingana, sem mér skilst að þeir þurfi, þá verður skipið einhvers staðar milli 600 og 700 millj. og ekkert fikist maður í það. En hitt þykir mér betra, að það skuli vera Hafrannsóknastofnun sem ber ábyrgð á þessu, en ekki menn í þingfararkaupsnefnd.