31.01.1978
Sameinað þing: 41. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1831 í B-deild Alþingistíðinda. (1538)

102. mál, starfsemi Húsnæðismálastofnunar ríkisins

Fyrirspyrjandi (Helgi F. Seljan):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. félmrh. svör hans við fsp. minni. Mér hefur verið það ljóst lengi, að Húsnæðismálastofnunin hefur haft ýmsa tilburði uppi í þá átt að vinna að þessari lagaskyldu sem henni er þarna lögð á herðar og ég tel frumskyldu stofnunarinnar, Teiknistofan sjálf var á sínum tíma mjög lofsvert framtak og hefur unnið gott starf. Framkvæmdalánin. sem veitt hafa verið, hafa vissulega verið til bóta, svo langt sem þau hafa náð. Staðreyndin er hins vegar sú, að langtum of lítið hefur verið veitt af þeim lánum út á landsbyggðina, og kann að vera að það sé ekki síður mönnum þar að kenna, byggingaraðilum þar, að þeir hafi ekki notfært sér þessa fyrirgreiðslu eins og þeir hefðu átt að gera.

Ýmsar lofsverðar tilraunir voru þarna nefndar sem Húsnæðismálastofnunin hefði unnið að. Það kom mér að vísu nokkuð á óvart, að Húsnæðismálastofnunin hefði lánað iðnfyrirtækjum í sambandi við hæði tækjakost og annað hví um líkt. Það er gott að heyra það, einmitt með tilliti til þess sem ég hef hér alveg sérstaklega í huga. Ég hafði fengið aðrar upplýsingar, en fáeina því sem sagt að þær hafa verið rangar.

Ég fagna auðvitað alveg sérstaklega einn atriði í því sem kom fram í máli hæstv, ráðh., en það var um könnun Húsnæðismálastofnunarinnar á húsnæðisþörf aldraðra og hvernig mætti koma þeim málum best fyrir. Þar er einmitt sá rétti vettvangur til þess að vinna að þeim málum í náinni samvinnu við sveitarstjórnirnar í landinu. Ég er viss um, að það er öllum ljóst, að það þarf að gera skipulegt átak í þessum efnum, að reyna að lækka byggingarkostnað almennt. Hér er mál sem snertir fólk mjög og kemur sannarlega við afkomu fólks og lífsafstöðu þess alla. Ég álít að Húsnæðismálastofnunin eigi enn frekar, þrátt fyrir það sem hún hefur gert, að vera frumkvæðisaðili. Þó að ýmislegt hafi verið gert og sé á döfinni, eins og fram kom í máli hæstv. ráðh., þá er skoðun mín sú, að hér þurfi betri vinnubrögð og skipulegri, beinlínis að gera tilraunir með hagkvæmari og ódýrari byggingar án þess að það komi niður á gæðum, og Húsnæðismálastofnunin eigi að standa fyrir slíkum tilraunum og eigi að hafa bolmagn til þess. Hins vegar er rétt að minna á það einnig, að það þarf eins að stuðla að því, að óþarfa bruðl sé ekki í kringum okkar byggingar, eins og maður verður of oft vitni að, og þá á ég auðvitað við byggingar sem eru lánshæfar hjá Húsnæðismálastofnun ríkisins. Það má segja að hver sá sjálfráður um þessar byggingar, ef efni leyfa, en þá er um leið komin spurningin um lánshæfni, og ég tel síst til bóta þá rýmkun sem hér hefur á orðið nú með síðustu reglum Húsnæðismálastofnunar um aukna lánshæfni, þó að skert sé það lánahlutfall sem þeir fá sem byggja stærra og dýrar.

En ég get varla skilið hér við án þess að víkjast aftur að því, sem ég kom að í framsögunni áðan. Ein aðalástæða þessarar fsp, er sú, sem ég kom þar inn á, hvernig hlynnt hefði verið að verksmiðjuframleiðslu húsa og hvað Húsnæðismálastofnunin hefði í því gert og e.t.v. gæti gert til þess að örva þar og hjálpa til. Ég veit um áhuga forstöðumanna á þessu, eins og fram kom í máli hæstv. ráðh., en mér hefur fundist sem þeir hefðu ekki tök á að vinna að því sem skyldi. Ég veit að nú um meira en ársskeið hefur verið unnið að því á mínum heimastað að koma þar á laggirnar fullkominni verksmiðju til framleiðslu húsa, — verksmiðju sem ómótmælt ætti skv. öllum útreikningum að geta skilað lækkun byggingarkostnaðar upp á 10–15%, svo varlega sé áætlað. Velvilji húsnæðismálastjórnar og Húsnæðismálastofnunar hefur verið fyrir hendi, en allt um það stendur málið fast í dag. Beinn stuðningur fæst ekki frá stofnuninni, og í þeim sjóðum helstum, sem þyrftu að fjármagna slíkt fyrirtæki í byrjun, hefur ekki heldur fengist jákvætt svar. Mér hefur þarna virst skorta á frumkvæðismöguleika stofnunarinnar við þetta þarfa verkefni og eins möguleika til hlutlausrar umsagnar um það, á hvern veg mætti ýta því áfram m.a. við áðurnefnda sjóði, sem hafa dregið hér úr án þess að geta um leið bent á nægileg mótrök við þessari tilraun. Ég veit um aðrar tilraunir í þessa átt og jákvæðan árangur bar. En þó vantar þar alls staðar þá veigamiklu forsendu, sem felst einmitt í því. sem þarna er verið að stefnt að þ.e. fjöldaframleiðslu staðlaðra húsa sem eiga að gefa bað góða raun, ef rétt er að staðið, að lækka byggingarkostnaðinn verulega. Í þessu efni álít ég að Húsnæðismálastofnun eigi að hafa frumkvæði og forgöngu. Það gera ekki aðrir.