31.01.1978
Sameinað þing: 42. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1866 í B-deild Alþingistíðinda. (1568)

48. mál, þjóðaratkvæði um prestkosningar

Sverrir Hermannason:

Herra forseti, Ég fylgdist því miður ekki með fyrri hluta þessarar umr. nú, þannig að það kann að vera að ég endurtaki eitthvað af því, sem þar hefur verið sagt, eða nálgist atriði málsins með kindarlegum hætti þar af leiðandi.

Ég ætla ekki sérstaklega að ræða hér um mannaskipan í þá n, sem hæstv. kirkjumrh, skipaði á liðnu sumri, sem mér skildist á hv. þm. Karvel Pálmasyni að hv. þm. Helgi Seljan hefði orðfært. Ég ætla hins vegar að ræða aðeins um tildrögin og aðferðina hjá hæstv, ráðh.

Ég ætla ekki sérstaklega að ræða hér um mannaræðustól, að Alþ. þarf að fara að gá að sér, að starfsmenn þess, hæstv. ráðh., fari að vilja þess og að hinu leytinu hundsi ekki vilja þess. En mér hefur þótt bera á þessu og þetta bera við. Það er alveg lífsnauðsyn að þeim verði kennd ný lexía, hæstv. ráðh., sem eru því miður ekki viðstaddir nú. Ég hef hér í höndum ljósrit af bréfi frá dóms- og kirkjumrn. frá 20. júlí 1977. Ég heyrði þessa getið í fréttum í útvarpi, þar sem ég ók leiðar minnar, og gerði þetta aðeins að umtalsefni í sambandi við annað mál sem bar á góma á liðnu hausti, en aflaði mér síðan þessa gagns sem ég er nú með í höndum, fékk það sent frá fulltrúa kirkjumrh, Það er ljósrit af bréfi til hv. alþm. Gunnlaugs Finnssonar og hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Dóms- og kirkjumrn. hefur ákveðið að skipa n, til þess að endurskoða lög um veitingu prestakalla. Eruð þér herra alþm., hér með skipaður formaður n. Með yður eiga sæti í n. Friðjón Þórðarson, alþm., frú Geirþrúður Bernhöft cand. theol., frú Guðrún Ásgeirsdóttir, Mælifelli,“ prestsfrú, það er innskot mitt, — „Skagafjarðarsýslu, og Sigurður H, Guðmundsson sóknarprestur, Hafnarfirði. Ber nefndinni við störf sín að hafa hliðsjón af þáltill. á þskj. 352 um þetta efni sem borin var fram á síðasta Alþ., enn fremur fyrri umfjöllun þessa málefnis á Alþ. og Kirkjuþingi.“

Þskj. 352 á þinginu í fyrra er till. til þál, um nefnd til að endurskoða lög um veitingu prestahalla sem Gunnlaugur Finnsson, form. nýju n., Friðjón Þórðarson, nefndarmaður, Gylfi Þ. Gíslason, Ingvar Gíslason, Magnús T. Ólafsson, allt hv. þm., fluttu þá. Það lá alveg ljóst fyrir, þegar þessi till. kom til umr., að hún hafði ekki nægjanlegt fylgi hér á Alþ. til þess að ná samþykki sem ályktun Alþingis. Þetta hefur legið ljóst fyrir árum saman þegar till, þessa efnis hefur borið á góma. Því fer fjarri að ég hafi haft neitt á móti því að slíkar till. yrðu bornar undir lokaatkvgr. af því sem ég er andstæður síkkum till, og hef þóst þess fullviss af undirtektum þm., að engin slík till. ætti hljómgrunn og næði samþykki. En þrátt fyrir þetta, að það virtist liggja ljóst fyrir, að ekki væri fylgi fyrir þessari till., þá leyfir hæstv, dómsmrh, og kirkjumrh. sér að skipa n. sem á að fara í störfum sínum eftir efni þessarar þáltill. Ætli þessum hæstv. ráðh, væri ekki nær að framkvæma þær þál. sem Alþ. hefur samþ. og vinna sem duglegast að því og láta vera að fara að framfylgja till. hér á Alþ. sem hafa ekki verið samþ. Þessi vinnubrögð eru auðvitað gersamlega óhafandi. Árum saman hafa verið bornar fram till. í þessa átt, og þær hafa aldrei hlotið afgreiðslu og undirtektir verið með þeim hætti, að fastlega má gera ráð fyrir að þær hafi ekki notið meirahlutafylgis, enda verður því vart trúað, að ella hefðu þær ekki gengið fram, af því sem málið er sótt af slíku ofurkappi af kirkjulegum yfirvöldum og fleirum sem raun ber vitni um. Það er þýðingarlaust fyrir hv. 9. landsk. þm., Sigurlaugu Bjarnadóttur, að halda því fram, að það sé með öllu óreynt að slíkar till. eigi ekki meirihlutafylgi í Alþ. Ekki árum, heldur áratugum saman hefur verið gerð til þess arna tilraun, en alltaf mistekist, vegna andstöðu þm, að sjálfsögðu. Skiptir engu máli í því sambandi hvort formleg afgreiðsla hefur farið fram eða ekki.

Eins og ég sagði, um skipan þessarar n. hirði ég ekkert. Það lítur svo út að hún sé valin einvalaliði þeirra sem vilja breyta þessum reglum og þessum lögum, þó mér sé hins vegar ekki kunnugt um afstöðu einstakra manna þar. En prestlegir eru þeir, ef undan er skilinn hv. þm. Friðjón Þórðarson. bréf skildist að ein röksemd í hans máli, hv. þm., sem er því miður horfinn af vettvangi, væri sú, að lögin væru gömul. Það er með ólíkindum að heyra fyrrv. sýslumann tala í þessum dúr, að lög séu þess vegna óhafandi að þau séu orðin gömul. Hann veit það manna best, að við búum enn við ýmsar lagagreinar sem eru miklu eldri og mundi vera óbúandi raunar í landinu ef þeim vær í ekki stranglega haldið við. Það var á sínum tíma, eitt árið, borin fram ein slík till. um endurskoðun á lökum um veitingu prestakalla, og þá létu menn sem svo, að þetta væri ekki í öðru skyni gert en því að líta á gömul lög, endurskoða gömul lög. Og hvað geta menn haft á móti því? — spurðu þeir og gerðu sig strangheiðarlega í framan. Þá vildum við nokkrir þm, verða við þessari ósk þessara hv. þm. um að endurskoða lögin og vildum samþ. till. þeirra með svo hljóðandi brtt., með leyfi hæstv, forseta:

„Aftan við 7. málsgr. tillgr. bætist:

Þó skal endurskoðunin ekki hafa í för með sér afnám prestskosninga í núverandi mynd.“

Þá virtist minnka allur áhugi á því að líta ofan í þessi afgömlu lög, þannig að ekki varð úr frekari aðgerðum að því sinni, hvorki því sinni né áður fyrr um áratugi hér á Alþ., þar sem eftir hefur verið leitað að hrinda þessum lögum sem menn gera nú lítið úr að varðveiti neinn lýðræðislegan rétt, telja nú að menn seilist um hurð til lokunar þegar þeir tala um það háfleygum orðum að þarna sé verið að ræna menn lýðræðisrétti. Þeir um það sem ekki meta þessi embætti meira en svo, að þeir telja þann rétt einskis virði sem fólk hefur til að velja sér sálusorgara. Það er þeirra mál. En ég fyrir mitt leiti álít, að það eigi ekki að ræna fólk þeim rétti, og hef löngum haft þá skoðun, að prestar séu ekkert of góðir til þess að þola dóm kjósenda og sóknarbarna um sig í þetta embætti, fremur en við alþm. á fjögurra ára fresti og jafnvel skemur til starfa hér á hinu háa Alþingi. Að vísu er það galli, að þeir skuli vera kosnir ævilangt, því margur hefur að sjálfsögðu reynst þannig í þessari stöðu að þurft hefði að koma við endurtekinni atkvgr. Er allt um það, ég gæti hugsað mér, að það yrði kosið almennum kosningum í miklu fleiri embætti en gert er. Þá held ég að mundi skapast miklu meira aðhald að embættismannalýðnum okkar. Það atriði þarf nauðsynlega að taka til mjög skarprar athugunar á Alþ., hvernig þeir hafa náð að segja má undirtökum í þjóðfélaginu, náð undir sig völdum og rétti sem hið háa Alþ. á að hafa. En það er lengri saga sem ekki verður vikið frekar að hér að sinni. Á hinn bóginn er það líka rétt og víst, að Alþ. hefur afsalað sér þessum völdum í þeirra hendur og ber höfuðsök á því, að svo er komið sem raun ber vitni, að við stynjum undir þessu foldgnáa fjalli embættismannavaldsins.

En hverju verður það borgnara þó að við afnemum þessi lög og fólk fái ekki lengur að velja mann til þessa mikilvæga embættis, sem menn, eins og ég sagði áðan, virða ekki meira en svo að gera ekkert með þennan rétt fólksins? Hverju verður að borgnara? Það fæ ég ekki með nokkru móti séð. Það er til reynsla fyrir þessu og hún er oftast ólygnust. Danir hafa haft þetta svona í 30 ár eða 35 ár, og hafa menn kynnt sér hver reynsla þeirra er? Líklega er reynsla þeirra orðin nær 40 ára, og auðvitað er reynslan sú, að varla hefur nokkur maður verið skipaður í arðgefandi og gott prestsembætti í Danmörku nema hann væri af húsi sósíaldemókrata í öll þessi ár. Hvernig heldur hv. 9. landsk, þm., frú Sigurlaug Bjarnadóttir, komin út af Vigurklerkinum, að færi fyrir kristninni í landinu ef nú um áratugaskeið yrðu eingöngu skipaðir prestar í embætti af húsi Framsóknar. Þetta er auðvitað gáta sem ekki verður svarað í fljótu bragði, en kannske mundi þá ýmsum þykja þrengjast fyrir dyrum í hinum andlegu efnum.

Nei, það er mikill misskilningur, ef það er álit einhvers að þessi afstaða mín t.d. sé af einhverri fordild mótuð eða að ég hafi ekki fullan hug á málinu. Öðru nær, ég þykist sjá fram á að þessi ásókn á hendur Alþingi um breytingu í þessu efni eigi skylt við valdabrölt hjá æðstu mönnum kirkjunnar. Sagði ekki hv, þm. frú Sigurlaug eitthvað í þá átt, að þetta mundi verða borið undir álit viss hóps í sókninni, hver yrði valinn prestur, þ.e.a.s. safnaðarnefnd? Dettur hv. þm. í hug að þar með mundu öll átök verða úr sögunni um skipan prestakalla? Þá mundu átökin auðvitað beinast inn fyrir dyrnar í þeirri safnaðarnefnd með ósköpum. En eins og ég sagði áðan grunar mig að þarna séu þeir kirkjunnar menn, æðstu menn kirkjunnar, að seilast til frekari valda, þeir vilji fá að skipa þessa menn og ráða því, hverjir skipa Prestaköllin. Og þeir fíkjast í þau völd og þann rétt sjálfir, en telja réttinn einskis virði ef hann á að vera fólksins.

Ég ætlaði með orðum mínum einvörðungu og aðallega, eins og ég sagði, að gera að umtalsefni þessa fáránlegu málsmeðferð, að við skulum reyna það af ráðh, vorum í fyrsta lagi, að þeir taki upp á því að framkvæma ályktanir sem höfðu ekki verið afgreiddar og fyrirsjáanlega höfðu ekki fylgi á hinu háa Alþ. Ég veit ekki hvort þessi aðfinnsla eigi erindi til hæstv. forseta vors, hæstv. forseta Sþ., að hann komi slíkri aðfinnslu áleiðis til ráðh. vorra, starfsmanna hins háa Alþ., vegna þess að ég fæ ekki betur séð en að þetta séu þingsafglöp. Ég skal ekki um það dæma, en mikið má vera ef það getur ekki verið erindi fyrir hann að benda hæstv. ráðh. á hver séu takmörk starfssviðs þeirra sem snúa að Alþ., að hinu háa Alþingi. Þetta er það alvarlegasta í sambandi við málsmeðferðina sem ég vil mjög stranglega finna að.

Varðandi þáltill, sjálfa um þjóðaratkvgr., þá get ég út af fyrir sig fellt mig við þá aðferð, þó að ég sé heldur tregur til að greiða atkv. með slíkri allsherjaratkvgr. En heyrðist mér það rétt, að fylgismenn afnáms prestskosninga væru andstæðir þessari aðferð, að spyrja þjóðina sjálfa? Hvernig má slíkt vera? Þeir telja þetta rétt og sanngjarnt mál. Geta þeir fengið lýðræðislegri dóm en þann, sem þjóðin öll kveður upp? Hv. kjósendur verða að vísu í alþingiskosningum á vori komanda að kjósa um fleira en þetta. En hv. þm. frú Sigurlaug má ekki ætla það, að allur almenningur sé ekki nokkurn veginn í færum um að greiða tvisvar atkv. svona nokkurn veginn samtímis um ólík málefni, því yfirleitt er þetta nú útbúið þannig, að það er létt verk, og kannske verða menn búnir að mynda sér skoðanir áður en þeir mæta á staðnum, þannig að þeir þurfi ekki sérstaklega að hugsa sig um. Ég kvíði ekkert framkvæmdinni í sjálfa sér, og mér er það hreint og beint óskiljanlegt, að fylgismenn afnáms prestskosninga skuli ekki vilja fá um þetta dóm alþjóðar, því að svo réttlátt og viturlegt og sanngjarnt sem þeim sýnist þetta vera, þá kemur ekki til greina að þeir kvíði þeim niðurstöðum. En hitt er svo annað mál, að auðvitað getur andstaða þeirra við það ekki þýtt annað en það, sem við hinir gerum ráð fyrir, að það yrði fellt með gífurlegum mun atkvæða af öllum almenningi í landinu að afsala sér þessum gamla, forna, virðulega rétti að fá að velja sér sálusorgara.