01.02.1978
Neðri deild: 49. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1902 í B-deild Alþingistíðinda. (1598)

125. mál, virkjun Blöndu

Þórarinn Þórarinsson:

Hæstv. forseti. Ég á sæti í þeirri n. sem mun fá þetta mál til meðferðar, og sökum þess að ég kann að hafa þar nokkra sérstöðu finnst mér rétt að gera grein fyrir henni nú strax við 1. umr.

Það hefur nokkuð verið rætt um það að undanförnu, að sumu leyti með réttu og að öðru leyti ekki, að vinnubrögð Alþ. væru í afturför. Ég held að þetta geti átt við að því leyti, að mér finnst Alþ. vera orðið miklu fúsara til þess en það var áður fyrr að veita heimildir til ýmiss konar framkvæmda án þess að viðkomandi framkvæmdir séu nægilega vel undirbúnar. Það mætti nefna ýmis dæmi um þetta, hvernig þingið hefur kastað til höndunum oft að undanförnu þegar um það hefur verið að ræða að veita slíkar heimildir. Gleggsta dæmið um þetta tel ég vera lög um Kröfluvirkjun. Þeim var varpað inn í þingið nokkru eftir að olíuverðhækkunin kom til sögunnar, menn voru talsvert undir áhrifum hennar og sú skoðun átti mikið fylgi, að við ættum að ráðast í stórar orkuframkvæmdir á sem flestum sviðum og verjast olíuverðhækkuninni á þann hátt. Því gerðist það, að þáv. iðnrh. flutti hér í ársbyrjun 1974 frv. um Kröfluvirkjun sem að mínum dómi, — sérstaklega nú eftir á, maður sér hlutina betur eftir á heldur en meðan þeir eru að gerast, — var án fullnægjandi undirbúnings.

Það var tvennt í sambandi við þetta frv. sem mér finnst nú vera merki um óvandaðan undirbúning. Í fyrsta lagi var það, að í frv. og lögunum, sem síðan voru samþykkt, var ekki ákveðið hvaða aðili ætti að sjá um þessa miklu framkvæmd. Í 1. gr. Kröflulaganna segir svo:

Ríkisstj. er heimilt að fela væntanlegri Norðurlandsvirkjun, sem yrði sameignarfélag ríkisins og sveitarfélaga á Norðurlandi, eða öðrum aðila að reisa og reka jarðgufuaflsstöð við Kröflu“ o.s.frv.

Sem sagt, þetta mál er lagt fyrir þingið án þess að það sé búið að ganga frá því, hvaða aðili það er sem á að sjá um framkvæmdina og reka fyrirtækið í framtíðinni. Þetta leystist þannig, að það varð ekki neitt úr þessari svokölluðu Norðurlandsvirkjun, en hins vegar var stofnuð með miklum skyndingi svokölluð Kröflunefnd sem sá um framkvæmdina. Ég ætla ekki að fara að dæma um verk Kröflunefndar hér. Ég tel að hún hafi reynt að leysa sitt verk eins vel af hendi og kostur var við erfiðar kringumstæður. En ég tel hins vegar að hér sé um vinnubrögð að ræða sem ekki séu til eftirbreytni, þ.e. að Alþ. heimili ríkisstj. að ráðast í vissa framkvæmd án þess að hafa nokkra vitneskju um það, hvaða aðili það er, sem á að hafa framkvæmdina með höndum, og getur því ekki um það dæmt, hvernig hún muni takast. Ég álít að það sé grundvallarskilyrði, að þegar veittar eru heimildir til stórra framkvæmda eins og þessara, þá hafi Alþ. fulla vitneskju um, hvaða aðili á að sjá um framkvæmdina og það sé aðili, sem þingið treystir til þess að sjá um viðkomandi verk.

Annað í sambandi við Kröflufrv., sem mér sýnist bera vott um lélegan undirbúning, var það, að rannsókn á virkjunarskilyrðum var alls ekki lokið. Það kemur bæði fram í grg. frv. og í framsöguræðu ráðh. fyrir frv., að það er enn eftir að gera allmiklar rannsóknir á Kröflusvæðinu til þess að hægt væri að fullyrða að þar væri um örugga virkjunarmöguleika að ræða. Ég tel þetta tvennt vera eins konar áskorun til okkar alþm. um það, þó að við treystum ríkisstj. vel, að veita ekki heimildir til stórra framkvæmda nema sé fyrir fram vitað, hvaða aðili hafi framkvæmdir með höndum, og það sé aðili, sem þingið treystir, og eins að það sé búið að ganga frá nauðsynlegum rannsóknum á því verkefni sem á að ráðast í.

Mér virðist í sambandi við þetta frv., að hæstv. núv. iðnrh. hafi fylgt um of fordæmi fyrirrennara síns hvað þetta snertir. Ég veit, og það er alveg rétt hjá hæstv. iðnrh., að sá ráðh. hefur gefið ágætt fordæmi á ýmsum sviðum. En ég tel að það eigi tæpast við um þetta mál. Það frv., sem hér liggur fyrir, hefur að því leyti sömu einkenni og Kröflulögin, að í því er ekki neinum ákveðnum aðila falið að sjá um framkvæmd verksins. Þar segir svo í 1. gr., með leyfi hæstv. forseta:

Ríkisstj. er heimilt að fela væntanlegri Norðurlandsvirkjun eða öðrum aðila að reisa eða reka vatnsaflsstöð við Blöndu í Blöndudal“ o.s.frv.

Hér er farið fram á það, að ríkisstj, fái heimild til að ráðstafa þessu mikla verki til einhvers aðila, sem er ekki til í dag, Norðurlandsvirkjun er ekki til í dag. Það var gert ráð fyrir henni í lögum um Kröfluvirkjun sem samþykkt voru fyrir fjórum árum. Niðurstaðan hefur orðið sú, að það hefur ekkert orðið úr þeirri hugmynd sem þá var uppi um Norðurlandsvirkjun. Ég held að það bóli ekki neitt frekar á því núna, að þessi Norðurlandsvirkjun sé í burðarliðnum, og þá kemur að því, að ríkisstj, fær heimild til þess að fela það einhverjum öðrum aðila. En hvaða aðila verður það? Frv, sker ekki neitt úr um þetta. Að mínu mati, samkv. þeirri reynslu sem hefur fengist í sambandi við Kröfluvirkjun og ýmis fleiri mál, getur Alþ. ekki veitt ríkisstj., þó það treysti henni vel, slíka heimild. Þingið verður í þessum efnum að hata vitneskju um það, hvaða aðili það er sem á að annast framkvæmdina, og meta það, hvort það treystir honum til þess eða ekki. Það er af þessum ástæðum, að þetta er svona óákveðið í 1. gr. frv., hvaða aðili það er sem á að annast þetta verkefni, að ég treysti mér ekki til þess að vera með frv, óbreyttu.

Annað vil ég líka benda á í þessu sambandi. Þó að ég líki ekki á neinn hátt saman Blönduvirkjun og Kröfluvirkjun, því að ég álit að Blönduvirkjun sé miklu álitlegra og öruggara fyrirtæki heldur en Kröfluvirkjun, það sé ekki hægt að bera þetta tvennt saman hvað það snertir, og ég er þeirrar skoðunar, eins og hér mun áður hafa komið fram, að að því muni koma að Blanda verði virkjuð og sennilega fyrr en seinna, þá stendur eigi að síðu: þannig á, að enn er ekki öllum rannsóknum lokið í sambandi við virkjun Blöndu. Það kom fram í þeirri ræðu sem hæstv. ráðh. flutti hér þegar hann mælti fyrir þessu frv. fyrir jólin, að það hefði verið unnið að verulegum rannsóknum á síðasta ári, Niðurstöður þeirra liggja enn ekki fyrir, Hann upplýsti enn fremur að á þessu ári væri unnið að rannsóknum fyrir 100 millj., og að sjálfsögðu liggja niðurstöður þeirra rannsókna ekki heldur fyrir. Ég teldi eðlilegust vinnubrögð undir þessum kringumstæðum að ríkisstj. væri falið að vinna áfram að hönnun Blönduvirkjunar með eins miklum hraða og talinn væri mögulegur og þegar þær rannsóknir liggja fyrir og þegar það liggur jafnframt fyrir, hvaða aðili á að annast framkvæmdina, þá verði frv. um virkjun Blöndu lagt fram hér á Alþingi.

Ég get sagt ákveðið hvaða aðili það er, sem ég tel að eigi að annast Blönduvirkjun, og í því sambandi get ég m.a. vitnað til þáltill. frá öllum þm. Framsfl., öðrum en ráðh., sem var flutt í Sþ. á þessu hausti, á fyrri hluta þessa þings. Þessi till. fjallar um skipulag orkumála, og meginefni hennar er það, að unnið verði að því að koma á fót einu fyrirtæki sem annist alla meginraforkuvinnslu og flutning raforku milli landshluta. Skoðun mín er í samræmi við þetta, því að ég er að sjálfsögðu samþykkur þessari stefnu flokksins, ég er líka einn af flm, till., að það eigi að koma á fót einu raforkufyrirtæki sem annist meginraforkuvinnslu landsins, þ.e.a.s. rekstur allra stóriðjuvera, og að það geti svo miðlað orkunni til landshlutafyrirtækja sem sjái um dreifingu orkunnar innan síns svæðis. En meðan slíkt fyrirtæki hefur ekki verið stofnað, og það kann að taka sinn tíma að það verði gert, þá finnst mér enginn aðili annar koma til greina til að annast virkjun eins og t.d. Blönduvirkjun, þegar til kemur, en Landsvirkjun. Landsvirkjun er eina fyrirtækið í landinu sem hefur reynslu og þekkingu og hefur yfir tækniþjónustu að búa sem er fær um að leysa þetta verkefni af höndum. Ég álít að þó að það kynni að heppnast, þá væri það óráð að fela einhverju nýstofnuðu fyrirtæki, sem yrði kallað Norðurlandsvirkjun, að annast jafnmikilvægt verkefni og virkjun Blöndu væri, Og ég hef ekki heldur áhuga á því, að stofnuð verði blöndunefnd í stíl við Kröflunefnd til að annast þetta verkefni.

Ég skal svo ekki fjölyrða miklu meira um þetta að sinni, vegna þess að fundartími er nú að styttast, en meginniðurstaða mín er sú, að eðlilegust meðferð þessa máls væri að ríkisstj. væri falið að hanna Blönduvirkjun áfram, leggja niðurstöður þeirra rannsókna fyrir Alþ. eins fljótt og kostur er og fara þá fram á heimild Alþingis til þess að framkvæma þetta verkefni, en að sjálfsögðu á þeim grundvelli, að það verði falið einhverjum ákveðnum aðila sem Alþ. treystir til að annast þetta verk. Ef menn leggja sérstaklega áherslu á að fá þetta mál afgreitt nú á þessu þingi og bíða ekki eftir þeim rannsóknum sem eftir er að vinna, sem við teljum eðlilegt að gert sé, þá finnst mér að eigi að breytu 1, gr. frv, þannig, að Landsvirkjun verði falið þetta verkefni, en það verði ekki falið einhverjum Pétri og Páli, sem Alþ. veit ekkert um hver kann að verða. Ég álít að þó að þessi málsmeðferð verði höfð, þá yrði það ekki á neinn hátt til þess að tefja fyrir virkjuninni. En ég get tekið undir það, og að því leyti er ég ekki alveg sammála hv, þm. Páli Péturssyni, þó að ég sé fylgjandi Héraðsvatnavirkjun líka, að ég álít að þessu verkefni eigi að hraða heldur en hitt, en þó geti að sjálfsögðu vel komið til greina og sé mjög til athugunar að Héraðsvatnavirkjunin komi á undan, En eitt af því, sem okkur vantar í raforkumálum og ég treysti hæstv. orkumálaráðh. til að vinna að, er heildaráætlun um raforkuframkvæmdir á næstu árum, í hvaða virkjanir eigi að ráðast og í hvaða röð eigi að gera það, Ég álit að það væri mjög nauðsynlegt að slík áætlun væri gerð.

Svo er að lokum fsp, sem ég vil heina til hæstv. orkumálaráðh. til skýringar á þeirri ræðu sem hann flutti hér þegar hann mælti fyrir frv. Hann segir þar í sambandi við Hrauneyjafossvirkjun, að stefnt sé að því, að á árinu 1982 geti Hrauneyjafossvirkjun tekið til starfa, en sú virkjun verði fullnýtt að afli á árinu 1986, þannig að orka Hrauneyjafossvirkjunar verði fullnýtt á fjórum árum. Vegna þess að ég er ekki sérlega fróður maður um þessi mál, þá vil ég spyrja, hvort hér sé ekki átt eingöngu við nýtingu innanlands án sölu til stóriðjufyrirtækis, því að ég tel að það skipti verulegu máli, hvort virkjunin nýtist ekki lengur en til fjögurra ára, ef aðeins er um innlenda orkuneyslu að ræða, eða hvort þessar tölur eða tímalengd sé miðuð við að svo og svo mikið of orkunni verði selt til stóriðjufyrirtækis. Ef svo er, að orkan endist ekki meira en þetta til innanlandsnotkunar, þá álít ég að þær áætlanir, sem hafa heyrst um að selja svo og svo mikið af orkunni frá Hrauneyjafossi til stækkunar álbræðslunnar, séu að öllu leyti fjarri lagi.

Ég skal svo ekki hafa þessi orð mín fleiri. En mér fannst rétt, vegna þess að ég á sæti í iðnn. og þetta mál kemur til meðferðar þar, að gera strax grein fyrir þessari afstöðu minni við 7. umr. málsins.