08.02.1978
Efri deild: 56. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 2048 í B-deild Alþingistíðinda. (1669)

172. mál, varnir gegn kynsjúkdómum

Sjútvrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Það, sem hv. 2. þm. Reykn. spurði um, kom mjög til umræðu í heilbrrn. áður en þessi n. var skipuð og við landlækni. Ekki var talið að þetta atriði og mörg önnur ættu heima í lögunum um heilbrigðisþjónustu. Í endurskoðunarnefndinni áttu sæti bæði landlæknir, sem var formaður n., og ráðuneytisstjóri heilbrrn., og þeir tóku það ekki og ekki heldur þó nokkuð mörg önnur atriði sem eru í sérlögum. Það var talið eðlilegra að hafa um þetta sjálfstætt frv. Ekki var t.d. talið eðlilegt að sameina þetta frv. frv. frá 1975, sem ég vitnaði hér í áðan, um fóstureyðingar, barneignir o.s.frv„ þótti ekki smekklegt að setja það þar inn. Þessi varð því endirinn að ósk landlæknis og að sameiginlegu áliti ráðuneytismanna, að þessir þrír læknar voru settir í n. til að breyta lögunum. Þeir töldu betur hæfa að það væru sérlög um þetta.