12.10.1977
Neðri deild: 2. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 19 í B-deild Alþingistíðinda. (17)

Umræður utan dagskrár

Ellert B. Schram:

Hæstv. forseti. Strax nú á þriðja degi þessa þings liggja á borðum okkar tvö frv. um breytingar á kosningalögum. Mér er kunnugt um að ýmsir fleiri þm. hafa hugsað sér til hreyfings í þessum málum, annaðhvort með frumvarpsflutningi eða flutningi þáltill. Og nú hefur hv. 9. þm. Reykv. kvatt sér hljóðs utan dagskrár til þess að gera kosningalög og breytingar á þeim að umtalsefni. Ég held að þetta sýni afar ljóst hvert hugur þm. stefnir og hvað er efst og brýnast um þessar mundir.

Ég held að það fari ekki milli mála, að þessi málatilbúnaður og það, að nú skuli kosninga lögin vera tekin til umr. hér utan dagskrár, sé mjög tímabært, og ég hakka hv. 9. hm. Reykv. fyrir frumkvæði hans. Ég minni á að á síðustu árum hefur sífellt sigið meira á ógæfuhliðina frá sjónarmiði hins almenna kjósanda í hinum stærri kjördæmum. Og nú er svo komið að vægi atkv. er 1:4.5 þegar reiknað er út frá hinn smæsta kjördæmi og hins vegar Reykjaneskjördæmi. Það, sem fólk talar fyrst og fremst um, er þess vegna að laga til annaðhvort kosningalög eða stjórnarskrá á þann veg, að vægi atkv. sé ekki eins geigvænlega mikið og það er nú, og svo hitt, að kjósendur fái að velja meir á milli einstakra frambjóðenda en hefur verið fram að þessu.

Ég vil vegna þessara umr, leyfa mér að minna á að ég ásamt nokkrum öðrum þm, hef flutt till. til þál. á s.l. þingum. Og á síðasta vetri var flutt þáltill. af mér ásamt 16 öðrum þm. Þessar till. hafa gert ráð fyrir því, að stjórnarskrárnefnd legði fram hið fyrsta till. um breytingar á kosningalögum eða stjórnarskrá í þá átt sem hér er um að ræða. Ég og fleiri þm. hafa bundið nokkrar vonir við að stjórnarskrárnefnd mundi leggja fram slíkar till., ekki síst vegna þess að í þeirri n. eru valinkunnir heiðursmenn. En það verður að segjast eins og er, að enda þótt formaður stjórnarskrárnefndar hafi lýst því yfir fyrir 2–3 vikum að hann telji sjálfsagt að n. sé kölluð saman, þá er orðið næsta lítil von til þess að n. skili frá sér till. í tæka tíð. Ég lít svo á að afgreiðsla þáltill. á síðasta vetri hafi farist fyrir af handvömm einni saman. Það lá fyrir nál. þar sem mikill meiri hluti allshn. Sþ. mælti með samþykkt nefndrar till., og ég vil trúa því að meiri hl. þm. sé þeirrar skoðunar að rétt sé að athuga þetta mál í fullri alvöru.

Nú hefur hæstv. forsrh, lýst yfir að ríkisstj. muni efna til umræðna meðal stjórnmálaflokkanna varðandi þetta efni og hún muni óska eftir öllum þeim upplýsingum, sem stjórnarskrárnefnd hefur aflað sér um hugsanlegar breytingar á kosningalögum eða stjórnarskrá. Ég fagna þessari yfirlýsingu. í mínum huga skiptir ekki máli hvort það er stjórnarskrárnefndin eða einhver sérstök n„ sem skipuð er annað hvort af Alþ. eða ríkisstj., sem fjallar um málið. Aðalatriðið er að menn setjist nú niður og fjalli um þetta mál í alvöru og skili tillögum. Ég veit að hugur margra þm. hefur staðið til þess að leggja hér fram till. að nýju um skipan n. eða þá beinlínis setja fram sérstakt frv. um breytingar á kosningalögum sem fjallaði þá fyrst og fremst um úthlutun uppbótarsæta. En ég get sagt það hvað mig snertir, að ég vil doka við og sjá hvað úr efndum verður eftir þessa yfirlýsingu hæstv. forsrh. Ég minni þó á að það er áríðandi, að ekki sé aðeins efnt til umr., heldur þurfi líka að skila till. fyrir einhvern ákveðinn tíma. Við megum ekki vera að velta þessu máli á undan okkur einn veturinn enn þá án þess að eitthvað eigi sér stað og einhverjar ákveðnar till. komi fram. Ég vil leyfa mér að túlka yfirlýsingu hæstv. forsrh. á þann veg, að um leið og efnt verði til þessarar umr. komi flokkarnir allir til móts við þessa hugmynd og setjist niður og stefni að því — að till. liggi fyrir í síðasta lagi fyrir áramót.