14.02.1978
Neðri deild: 56. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 2348 í B-deild Alþingistíðinda. (1774)

182. mál, ráðstafanir í efnahagsmálum

Sigurlaug Bjarnadóttir:

Virðulegi forseti. Enda þótt í þessu frv. sé góðu heilli tekið verulegt tillit til hinna lægst launuðu og lakast settu í þjóðfélaginu, þá sé ég ekki að það sé eðlilegt og réttlætanlegt að nokkrar verðbætur komi til þeirra launahópa í þjóðfélaginu, þ. á m. alþm., sem á s. l. ári fengu allt að 80% kauphækkun og þar með allt að 20% hærri launahækkun heldur en svaraði til hinna almennu launahækkana í landinu, sem voru gegndarlausar fyrir. Ég styð því frv. að öðru leyti en því, að við 1. gr. segi ég nei.