16.02.1978
Neðri deild: 60. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 2507 í B-deild Alþingistíðinda. (1834)

182. mál, ráðstafanir í efnahagsmálum

Frsm. meiri hl. (Ólafur G. Einarsson) :

Herra forseti. Samkv. þingsköpum hefur fjh.- og viðskn. athugað frv. að nýju eftir þær breytingar sem gerðar voru í hv. Ed. Breytingarnar, sem gerðar voru á frv. þar, eru þrjár. Fyrir utan þá breytingu, sem hæstv. forsrh. gerði grein fyrir, að 3. gr. frv. hefði verið felld brott, voru gerðar breytingar á 10. og 11. gr. frv. Þar er breytt dagsetningum, þar sem frv. varð ekki að lögum þann dag sem ætlað hafði verið. Dagsetningar breytast þannig, að í 10. gr. kemur 19. febr. í stað 15. febr. og í stað 16. febr. kemur 20. febr. og í 11. gr. er breytingin sú, að í stað 16. febr. í 1., 2. og 3. mgr. kemur 20. febr.

Meiri hl. fjh.- og viðskn. hefur ekki athugasemdir við þessar breytingar að gera, en minni hl. mun tjá sig um málið.