21.02.1978
Sameinað þing: 46. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 2521 í B-deild Alþingistíðinda. (1845)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Ásgeir Bjarnason) :

Mér hefur borist eftirfarandi bréf:

„Reykjavík, 20. febr. 1978.

Ólafur Jóhannesson, 1. þm. Norðurl. v., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér, með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis, að óska þess, að 1. varamaður Framsfl. í Norðurl. v., Guðrún Benediktsdóttir húsmóðir taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Ingvar Gíslason, forseti Nd.

Guðrún Benediktsdóttir hefur áður, setið á þingi og býð ég hana velkomna til starfa.