07.03.1978
Sameinað þing: 52. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 2779 í B-deild Alþingistíðinda. (2030)

173. mál, Þróunarsjóður lagmetisiðnaðarins

Iðnrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Svör hafa komið frá framkvæmdastjóra Sölustofnunar lagmetisiðnaðar við þeim fyrirspurnum sem hér eru bornar fram, og mun ég nú lesa þau.

Fyrsta spurningin er: „Hverjar voru tekjur Þróunarsjóðs lagmetisiðnaðarins árin 1972, 1973, 1974, 1975, 1976 og 1977, sundurliðað?“

Tekjur Þróunarsjóðsins af útflutningsgjöldum og aðrar tekjur sjóðsins hafa skipst þannig:

1. Lagmeti fyrsta árið: 1 millj. 691 þús. kr. Annað árið: 5 millj. 804 þús. kr. Þriðja árið: 7 millj. 291 þús. kr. Fjórða árið: 5 millj. 825 þús. kr. Fimmta árið: ó millj. 246 þús. kr. Og á síðasta ári 8 millj. 326 þús. kr. Samtals eru tekjur af lagmeti 35 millj. 183 þús. kr. öll þessi 6 ár, 1972–197 7.

2. Af söltuðum grásleppuhrognum fyrsta árið: 3 millj. 727 þús. kr. Annað árið: 13 millj. 399 þús. kr. Þriðja árið: 8 millj. 350 þús. kr. Fjórða árið: 33 millj. 745 þús. kr. Fimmta árið: 51 millj. 9 þús. kr. og sjötta árið, í fyrra, 48 millj. 413 þús. kr. Samtals eru tekjur af söltuðum grásleppuhrognum árin 1972–1977 158 millj. 643 þús. kr.

Þá eru í þriðja lagi vextir og annað: Fyrsta árið 47 þús. kr., annað árið 1 millj. 598 þús. kr., þriðja árið 3 millj. 14 þús. kr., fjórða árið 3 millj. 761 þús. kr., fimmta árið 7 millj. 619 þús. kr. og sjötta árið 8 millj. 143 þús. kr., eða samt. vextir og annað þessi ár 25 millj. 182 þús. kr. Samtals eru því tekjur Þróunarsjóðs lagmetisiðnaðarins af þessum tekjuliðum árin 1972–1977, að báðum meðtöldum, 218 millj. og 10 þús. kr.

Þá er 2. spurning: „Hvernig hefur þessum tekjum verið varið, sbr. 16.–19. gr. reglugerðar um sjóðinn?“

Svar framkvæmdastjórans er á þessa leið: a) Tímabundin markaðsverkefni 8 millj. 609 þús. kr. og söluskrifstofa í Bandaríkjunum 27 millj. 263 kr. b) Þróun nýrra vörutegunda 22 millj. 832 þús. kr. e) Hönnun nýrra umbúða og gerð vörumerkis 8 millj. 508 þús. kr. d) Styrkir til framleiðenda 2 millj. kr. og ráðgjöf og hagræðingarverkefni 3 millj. 374 þús. kr. e) Laun sérmenntaðs starfsfólks 8 millj. 723 þús. kr., skrifstofu- og stjórnunarkostnaður 2 millj. 114 þús. kr. Samtals 83 millj. 423 þús. kr., en eigið fé sjóðsins var í árslok 1977 um 130 millj. kr.

Þá er þriðja spurning: „Hafa áætlanir verið gerðar um tekjuþörf Þróunarsjóðsins árin 1978, 1979 og 1980 — og hvað sýna þær þá?“

Svar stofnunarinnar er á þessa leið: Verkefnum Þróunarsjóðs er að sjálfsögðu sniðinn sá stakkur sem tekjurnar leyfa á hverjum tíma, en hin fyrirhuguðu verkefni eru þessi: a) Tímabundin markaðsverkefni 20 millj. kr., söluskrifstofa í Bandaríkjunum 15 millj. kr., söluskrifstofur í Evrópu 40 millj. kr. Samtals undir þessum a-lið 75 millj. kr. b) Þróun nýrra vörutegunda 30 millj. kr. e) Hönnun nýrra umbúða og gerð vörumerkis 10 millj. kr. d) Styrkir til framleiðenda 20 millj. kr. og ráðgjafarstörf og hagræðingarverkefni 15 millj. kr. Samtals d-liður 25 millj. kr. e) Laun sérmenntaðs starfsfólks 25 millj. kr., skrifstofu- og stjórnunarkostnaður 9 millj. kr. Samtals undir e-lið 34 millj. kr. f) Sérstök söluverkefni: þ. e. 1. kavíar, kynning, sala og þátttaka í framleiðslukostnaði 80 millj. kr., 2. þorskhrogn og lifur, kynning, sala og þátttaka í framleiðslukostnaði 50 millj. kr.

Samtals eru því áætlanir um þessi verkefni, sem sölustofnunin setur hér á blað, 304 millj. kr. Ég vænti þess, að ég hafi með þessu svarað fyrirspurnum hv. þm., og vegna þess, hversu hér eru margar tölur, vildi ég gjarnan afhenda honum þetta blað.