08.03.1978
Neðri deild: 65. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 2823 í B-deild Alþingistíðinda. (2071)

206. mál, Lífeyrissjóður barnakennara

Flm. (Pétur Sigurðsson):

Virðulegi forseti. Í sjálfu sér breytir ræða hv. síðasta þm. engu um efnislega hlið þessa máls. Hann hefur sjálfur, þótt hann varpi fram þessari bugleiðingu, sem vissulega er ástæða til að athuga, lýst því jafnframt yfir, að hann sé fylgjandi þeim breytingum sem hér eru á ferðinni. En hins vegar er tiltekið í brtt., sem hér eru fluttar og talið unn, hvernig eigi að ávaxta það fé, sem stjórnir sjóðanna fara með. og falla m. a. undir þau ákvæði um verðtryggingu lífeyrissjóðanna sem felast í lögunum, sem samþykkt voru á s. l. ári. En við megum ekki gleyma aðalatriðinu, sem er það, að stjórnir sjóðanna halda áfram að fara með og ráðstafa 60%, burt séð frá ágreiningi sem gæti orðið á milli manna um það, hvort þær hafi ekki eitthvað með að gera þau 40% líka sem eiga að bindast samkv. ákveðnum reglum og verðtryggja skal, sem er meginatriðið. Það er þó þarna um 60% að ræða sem stjórnir sjóðanna fara alfarið með og ráðstafa. Það, sem í mínum huga er fyrst og fremst aðalmál þessara frv., er að það muni auðvelda fólkinu, sem á þennan rétt sem kallaður hefur verið, að nota sér lán af því fé, sem sjóðirnir hafa til ráðstöfunar og ekki hefur þurft til bótagreiðslna, — þessu fólki verði auðveldað að nota þetta fé. Það er meginmálið.