14.03.1978
Sameinað þing: 56. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 2885 í B-deild Alþingistíðinda. (2116)

335. mál, Kröfluvirkjun

Iðnrh. (Gunnar Thoroddsen) :

Herra forseti. Fyrri liður þessarar fsp. er um bréf sem Orkustofnun hafði sent 14. mars 1975. Hv. þm. upplýsir nú að bréfin muni vera þrjú, en hvað sem því liður kemur þetta auðvitað fram í þeirri skýrslu sem verið er að taka saman og langt er komið. Verður hún send Alþ. samkvæmi: þeirri ósk sem kom fram á sínum tíma í vetur.

2. liður þessarar fsp. er auðvitað ekki svaraverður og ekki þinghæfur. Ég vil aðeins taka fram, að ég veit ekki til þess, að ég hafi boðið nokkrum kvenmanni hingað til lands, hvorki í sambandi við Kröflu né annað.