30.03.1978
Neðri deild: 68. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 2952 í B-deild Alþingistíðinda. (2193)

40. mál, skólakostnaður

Karvel Pálmason:

Virðulegi forseti. Eins og ég hef áður getið við umr. um þetta mál, þá kemur fram í nál. menntmn. orðrétt, með leyfi forseta, svo hljóðandi:

„Hins vegar tekur n. undir álit íþróttafulltrúa ríkisins um að vafasamt sé að gera lagalegan mismun á hlutdeild ríkissjóðs í byggingu sundlauga á þeim grundvelli, sem frv. gerir ráð fyrir.“

Það er álit okkar flm., að með þessari afstöðu sinni leggist n. gegn frv. og það sé því málamynda- og sýndarafgreiðsla af hálfu n. að leggja til að frv. verði með þessari umsögn n. vísað til ríkisstj. Nál. menntmn. er því í rann till. um að frv. verði fellt. Ég segi því nei.