03.04.1978
Efri deild: 73. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3025 í B-deild Alþingistíðinda. (2229)

242. mál, lyfjalög

Oddur Ólafsson:

Herra forseti. Það er vitað mál, að þau frv., sem hér um ræðir, bæði lyfjafræðingafrv. og það sem nú er til umr., eru mjög veigamikil mál og því líklegt að n., sem hefur þau til umfjöllunar, þurfi nokkurn tíma til að athuga þessi frv. bæði tvö. Hins vegar er það nú svo, að við höfum þegar tekið fyrra frv. til athugunar og gert ráð fyrir heimtum á umsögnum með það í huga að gera tilrann til þess að koma því í gegnum þetta þing. Við vitum að ef einhugur er í nefnd, þá þarf í raun og veru ekki marga daga til þess að fá mál í gegn, ef búið er að athuga það gaumgæfilega í n., svo ég vona nú, ef lögð er á það áhersla, að okkur gefist tækifæri til að ræða rækilega um þessi frv. í n., en þó með það í huga að koma þeim í gegnum þetta þing, ef engir annmarkar koma þar á.