03.04.1978
Efri deild: 73. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3027 í B-deild Alþingistíðinda. (2235)

213. mál, þroskaþjálfar

Sjútvrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Aðeins örfá orð út af ræðu hv. 7. landsk. þm. Ég tel að þessar ábendingar varðandi hið almenna starfsfólk séu mjög mikilvægar. Þó að höfuðstarfið og það vandasama, hvíli auðvitað á þeim sem hafa menntun, þá er líka hitt vandasamt starf, að vera óbreyttur starfsmaður á hælum sem þessum. Ég tel að það, sem hann sagði áðan og tilfærði eftir samtali við þessa konu sem hann ræddi við, sé mjög þýðingarmikið að athuga nánar og af fullum velvilja og áhuga á því að það megi komast á.