04.04.1978
Sameinað þing: 61. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3091 í B-deild Alþingistíðinda. (2266)

351. mál, gjaldtaka á fjölsóttum stöðum í umsjá ríkisins

Landbrh. (Halldór E. Sigurðsson) :

Herra forseti. Út af fsp. á þskj. 405 vil ég taka fram í sambandi við það sem hv. fyrirspyrjandi vitnaði til um lagagr., að Ferðamálaráð eða samgrn. hefur ekki notað þessa heimild. Leiðir af því, að síðari fsp. er svarað með þessu, því að þar er ekki um það að ræða. Samgrn. hefur engar áætlanir uppi um slíka gjaldtöku. Hins vegar er rn. kunnugt um að Náttúruverndarráð hefur leitað á s. 1. ári eftir heimild menntmrn. til gjaldtöku fyrir afnot tjaldsvæða og fékk slíka heimild. Það er aftur á móti ekki hlutverk samgrn. að svara fyrir þessa aðila um það, hvernig heimildin hefur verið notuð.

Þetta verður að nægja.