04.04.1978
Sameinað þing: 61. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3102 í B-deild Alþingistíðinda. (2278)

229. mál, lausaskuldir bænda

Fyrirspyrjandi (Jónas Árnason) :

Herra forseti. Ég hef á þskj. 440 leyft mér að beina til hæstv. landbrh. svo hljóðandi fsp.:

„Hvað liður framkvæmd þál. frá 29. apríl 1977 um athugun á nauðsyn þess að útvega Veðdeild Búnaðarhankans aukafjármagn handa bændum til að breyta lausaskuldum í föst lán?“

Flm. þessarar till. var Páll Pétursson og þál., eins og hún var samþykkt, hljóðaði þannig í heild:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að láta fara fram athugun á því, hvort nauðsynlegt sé að útvega Veðdeild Búnaðarbanka Íslands aukafjármagn, þannig að Veðdeildinni verði gert kleift að veita þeim bændum, sem verst eru settir, tækifæri til þess að breyta lausaskuldum í föst lán. Leiði könnunin í ljós, að hagur einhverra sé það bágur að þetta komi ekki að fullum notum, þá verði kannað hvort unnt sé að gera Stofnlánadeild og Veðdeild kleift að veita þeim bændum, sem eiga í mestum erfiðleikum, frest á afborgun af lánum til deildarinnar.“

Mér er kunnugt um það, að æðimargir bændur víða eru orðnir langeygðir eftir framkvæmd þessarar þáltill.