05.04.1978
Neðri deild: 70. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3158 í B-deild Alþingistíðinda. (2323)

Umræður utan dagskrár

Sighvatur Björgvinsson:

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að gera að umtalsefni nákvæmlega sama tilvik og hv. þm. Karvel Pálmason bryddi á í ræðu sinni áðan. Ég ætla að nota þetta tækifæri til þess að koma öðru máli á framfæri sem vel á heima í þessum sömu umræðum.

Eins og þm. rekur minni til lögðum við allmargir fram í desembermánuði s. l. beiðni til hæstv. iðnrh. um að flytja Alþ. skýrslu um stöðu Kröflumálsins. Við notuðum okkur í því sambandi ákvæði þingskapa, sem heimila það, beinlínis gefa um það fyrirmæli, að ef tiltekinn fjöldi þm. óskar eftir því, að skýrsla sé flutt Alþ., þá beri ráðh. að flytja þingi slíka skýrslu. Við óskuðum eftir því, þessir þm., að skýrsla þessi yrði flutt áður en fjárlög yrðu afgreidd, þ. e. a. s. áður en þing færi í jólaleyfi á árinu 1977. Víð töldum að í rn. og annars staðar hlytu að liggja fyrir flestöll þau gögn sem við báðum mn að í þessari skýrslu yrðu. Ég þarf ekki að fara mörgum orðum um það, að við þessari beiðni okkar var ekki orðið og enn, þremur mánuðum síðar, hefur þessi skýrsla ekki séð dagsins ljós. Ég vildi vekja athygli á þessu. Mér er forvitni á að vita það núna, þegar fáir dagar eru eftir af þingtímanum, hvort ekki sé ætlunin að verða við beiðni okkar þm., sem báðum um þessa skýrslu, hvort ekki sé tilgangurinn að verða við þeim fyrirmælum, sem þingsköp leggja ráðh. á herðar þegar staðið er að beiðni eins og gert var, og hvort það sé ekki ætlunin, ef eigi að legg:ja þessa skýrslu fram, eins og tiltekinn fjöldi þm. hefur krafist, að gefa þeim kost á því að fara yfir þessa skýrslu og taka hana síðan til umr. á Alþ. eins og beðið var um.