05.04.1978
Neðri deild: 70. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3162 í B-deild Alþingistíðinda. (2338)

220. mál, Fiskimálasjóður

Frsm. (Pétur Sigurðsson):

Hæstv. forseti. Frv., sem er til umr., um breyt. á lögum um Fiskimálasjóð, er þess efnis, að hækkuð verði sú tiltekna hámarksupphæð sem lögin kveða á um að lána megi úr sjóði þessum. Síðast þegar þessi hámarksupphæð var ákveðin var hún ákveðin 600 þús. kr., árið 1971. Stjórn Fiskimálasjóðs er sammála um það nú, að geta sjóðsins og aðrar aðstæður leyfi að þessi upphæð verði hækkuð í 2 millj. kr., og um það fjallar frv. Sjútvn. Nd. er sammála um að mæla með þessari breytingu.