10.04.1978
Efri deild: 76. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3245 í B-deild Alþingistíðinda. (2419)

219. mál, Verðlagsráð sjávarútvegsins

Sjútvrh. (Matthías Bjarnason) :

Herra forseti. Þetta frv. um breytingu á lögum um Fiskimálasjóð gerir ráð fyrir því, að hámarkslán úr Fiskimálasjóði megi hækka úr 600 þús. kr. hvert lán í 2 millj. kr. Lögin hafa bundið hverja lánveitingu við tiltekna hámarksupphæð og þar hefur ekki orðið á breyting frá árinu 1971, en lögum um Fiskimálasjóð var þá breytt. Stjórn Fiskimálasjóðs er sammála um, að geta sjóðsins og aðrar aðstæður leyfi að þessi upphæð verði hækkuð í 2 millj., og mælir því með, að þessi breyting verði gerð.

Herra forseti. Ég vil að lokinni þessari umr. leggja til að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. sjútvn.