11.04.1978
Sameinað þing: 64. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3273 í B-deild Alþingistíðinda. (2449)

349. mál, votheysverkun

Fyrirspyrjandi (Þorv. Garðar Kristjánsson) :

Herra forseti. Fyrir tæpu ári, eða 29. apríl 1977, samþykkti Alþingi þál. um votheysverkun. Þessi þál. var svo hljóðandi, með leyfi hæstv. forseta:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að heita sér fyrir ráðstöfunum til að stuðla að almennari votheysverkun en nú er með því að :

1) kynna bændum reynslu þeirra sem um árabil hafa byggt heyöflun sína að öllu eða mestu leyti á votheysverkun,

2) veita hærri stofnlán til byggingar votheyshlaðna en þurrheyshlaðna og

3) veita sérstök stofnlán til að hreyta þurrheyshlöðum í votheyshlöður.“

Það er, eins og ég sagði, nær ár komið frá því að Alþ. lýsti þeim vilja sínum sem fram kemur í þessari þál. Þótti mér því tímabært í svo mikilvægu máli að grennslast fyrir um það, hvað liði framkvæmd á þessari þáltill. Þess vegna hef ég leyft mér að flytja fsp. til hæstv. landbrh., svo hljóðandi:

„Hvaða ráðstafanir, til að stuðla að almennari votheysverkun en verið hefur, hefur ríkisstj. gert samkv. þál. um votheysverkun, sem Alþ. samþykkti 29. apríl 1973?“