13.04.1978
Neðri deild: 76. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3441 í B-deild Alþingistíðinda. (2597)

145. mál, viðskiptabankar

Stefán Valgeirsson:

Virðulegi forseti. Hv. þm. Lúðvík Jósepsson endurflutti ræðu sína eiginlega alla, þá sem hann flutti fyrir frv. Að vísu kom hann inn á nokkur fleiri atriði sem ég hefði haft mikla löngun til þess að geta tekið til athugunar, en þess gefst enginn kostur. Ég er svartsýnn á, þó að umr. yrði frestað, að þetta frv. mundi koma aftur til umr. nema þá einhvern tíma á kvöldfundi. Ég sé því ekki ástæðu til þess að ræða þetta mikið. Ég vísa einungis til þess, sem ég sagði áðan og hv. þm. gat því miður ekki hlustað á. Þar eru svör við flestu, sem hann var að ræða um, þar sem þetta var endurflutt ræða, eins og ég segi. En ég vil bara í lokin segja þetta:

Loðið reyndist Lúðvíks svar,

leynd er yfir honum.

Sannleiksástin aldrei var

ofar hagsmunonum.

till. forseta var ákveðin ein umr.