18.04.1978
Sameinað þing: 67. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3539 í B-deild Alþingistíðinda. (2692)

164. mál, kostnaður vegna ráðgjafarstarfa um rekstur ríkisfyrirtækja eða stofnana

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen) :

Herra forseti. Ég óskaði eftir því við fjárlaga- og hagsýslustofnun, þegar þessi fsp. var lögð fram, að hún gerði könnun á þeim atriðum, sem þar er spurst fyrir um. Svör mín nú eru byggð á niðurstöðum þeirrar könnunar. Það hefur að sjálfsögðu tekið lengri tíma en ég hefði kosið að fá þessi gögn til þess að geta svarað hv. þm., en hér liggja þau fyrir eins og þau hafa birst:

Fjárlaga- og hagsýslustofnun.

Ríkisstofnanir sem athugaðar hafa verið árið 1974: Ríkisútvarp. Póstur og sími. Flugmálastjórn. Landhelgisgæslan, fríhöfn á Keflavíkurflugvelli. Vegagerð ríkisins. Tryggingastofnun ríkisins.

1975: Prentsmiðjan Gutenberg. Háskóli Íslands. Raunvísindastofnun háskólans. Rafmagnseftirlit ríkisins. Skrifstofa ríkisspítalanna.

1976: Dómsmrn., úttekt á dómskerfinu. Heilbrrn., starfsmannahald sjúkrahúsa. Innkaupastofnun ríkisins. Sameiginlegt húsnæði fyrir eftirlitsstofnanir.

1977: Bifreiðaeftirlit ríkisins. Hjúkrunarskóli Íslands. Menntmrn., verkmenntun á framhaldsskólastigi. Keflavíkurflugvöllur, tekjustofnar og rekstur fríhafnar. Skipaútgerð ríkisins, áætlun um endurskipulagningu á vörugeymslu. Gjaldheimtan í Reykjavík. Húsnæðismálastofnun ríkisins. Menntaskólinn á Ísafirði. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Lyfjaverslun ríkisins. Ferðaskrifstofa ríkisins.

Svar við 2. spurningu um ráðgjafa og greiðslur til þeirra:

Ríkisútvarpið: Verkfræðistofa dr. Kjartans Jóhannssonar, kaupgreiðsla, 1 875 990 kr. Guðmundur Erlendsson endurskoðandi 80 þús. kr.

Póstur og sími: A. Haberstad, norskt ráðgjafarfyrirtæki, 6 865 000 kr. Verkfræðistofa dr. Kjartans Jóhannssonar 1454000 kr.

Flugmálastjórn: Hagvangur hf. 890260 kr., Halldór Friðgeirsson verkfræðingur 802 700 kr. Landhelgisgæslan: Hannar sf. 785913 kr.

Fríhöfn: Starfsmenn fjárlaga- og hagsýslustofnunar, enginn kostnaður.

Vegagerðin: Starfsmenn Vegagerðarinnar, enginn kostnaður.

Gutenberg: Starfsmenn fjárlaga- og hagsýslustofnunar, enginn kostnaður.

Háskólinn: Starfsmenn fjárlaga- og hagsýslustofnunar, enginn kostnaður. Raunvísindastofnunin: Verkfræðistofa Helga G. Þórðarsonar 87 750 kr.

Rafmagnseftirlit ríkisins: Hannar sf. 4 900 000 kr.

Dómsmrn. — úttekt á dómskerfinu: Ingimar Hansson verkfræðingur 1 342 609 kr.

Heilbrrn. — starfsmannahald sjúkrahúsa: Þórir Ólafsson hagfræðingur 1 392 642 kr.

Innkaupastofnun ríkisins; Ingimar Hansson verkfræðingur 100 000 kr., ásamt Gunnari Ingibergssyni arkitekt.

Sameiginlegt húsnæði — eftirlitsstofnanir ríkisins: Starfsmenn fjárlaga- og hagsýslustofnunar, enginn kostnaður.

Bifreiðaeftirlitið: Hannar sf. 5 755 935 kr.

Hjúkrunarskóli Íslands: Halldór Friðgeirsson 538 350 kr.

Menntmrn.: Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur 39 000 kr. og Ingimar Hansson verkfræðingur 1154130 kr.

Keflavíkurflugvöllur: Samstarfshópar innan rn., kostnaðarlaust.

Skipaútgerð ríkisins: Starfsmenn fjárlaga- og hagsýslustofnunar og Ríkisskip, kostnaðarlaust.

Gjaldheimtan: Samstarfsmenn SKÝRR og Reykjavíkurborgar, þaðan hafa ekki borist reikningar.

Húsnæðismálastofnun: Starfsfólk stofnunar.

Menntaskólinn á Ísafirði: Verkfræðistofa Helga G. Þórðarsonar, reikningar hafa þar ekki borist.

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins: Verkfræðistofa dr. Kjartans Jóhannssonar 1 913 100 kr.

Tryggingastofnun ríkisins: IBM á Íslandi 6 000 000 kr.

Skrifstofa ríkisspítalanna: Helgi G. Þórðarson 346 869 kr. Verkfræðistofa dr. Kjartans Jóhannssonar 1 607 730 kr. SPRI, fyrirtæki frá Stokkhólmi, 1 719 110 kr.

Lyfjaverslun ríkisins: Skýrsluvélar, reikningar hafa þar ekki borist.

Ferðaskrifstofa ríkisins: Starfsfólk stofnunar. Dregið saman í ráðgjafa og greiðslur til þeirra eftir árum:

A. Haberstad, norskt ráðgjafarfyrirtæki: 1975 6 865 000 kr. Samtals 6 865 000 kr. — Guðmundur Erlendsson endurskoðandi: 1977 80 000 kr. Samtals 80 000 kr. — Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur: 39 þús. kr. 1977. Samtals 39 000 kr. — Hagvangur: 1974 400 000 kr., 1975 494 260 kr. Samtals 890 260 kr. — Halldór Friðgeirsson verkfræðingur: 1976 501000 kr., 1977 840050 kr. Samtals 1 341 050 kr. — Hannar sf.: 1974 300 þús. kr., 1975 3 404 558 kr., 1976 4 418 645 kr., 1977 3 318 645 kr. Alls 11 441 848 kr. — Helgi G. Þórðarson verkfræðingur : 1975 425 539 kr., 1976 9 080 kr. Samtals 434619 kr.— IBM á Íslandi: 1975 3 millj. kr., 1976 3 millj. kr. Samtals 6 millj. kr. — Ingimar Hansson verkfræðingur: 1976 1 442 609 kr., 1977 1154130 kr. Samtals 2596739 kr. — Verkfræðistofa dr. Kjartans Jóhannssonar: 1974 1 801 750 kr., 1975 1 528 420 kr., 1976 803 865 kr., 1977 2 716 965 kr. Samtals 6 850 820 kr. — SPRI-Konsult frá Stokkhólmi: 1977 1719110 kr. Samtals 1 719 110 kr. — Þórir Ólafsson hagfræðingur: 1976 1 392 642 kr. Samtals 1 392 642 kr. — Samtals eru þetta 39 651 088 kr.: 2 501 570 kr. 1974, 15 713 777 kr. 1975, 11 5677 841 kr. 1976 og 9 867 900 kr. 1977.

Framkvæmd tillagna :

Ríkisútvarpið: Skipulagsbreytingar gerðar og ýmsar till. varðandi rekstur stofnunarinnar. Unnið hefur verið að því að framkvæma tillögur nefndar sem skipuð var til þess að gera tillögur um breytt skipulag. Veigamesta till., um að leggja niður innheimtudeild og skráningu viðtækja, hefur enn ekki verið framkvæmd.

2. Póstur og sími: Stofnunin endurskipulögð, sbr aths. með frv. til laga, 165. máli, á 98. löggjafarþingi. Í meginatriðum var um að ræða aðskilnað á stefnumörkun og rekstri, aukningu á valdreifingu og áætlanagerð. Nýting húsnæðis bætt, póstnúmerakerfi tekið upp, sem þýðir bætt vinnubrögð og aukna framleiðni. Tölvuvæðing upplýsinga í símaskrá, sala á auglýsingaplássi í símaskrá. Afgreiðsla skeyta sett í tölvuvinnslu. Opnunartími póst- og símastöðva styttur, símstöðvar sameinaðar. Viðgerða- og viðhaldsþjónusta flutt til staða utan Reykjavíkursvæðisins. Samstarf við rafveitur vegna jarðsímaframkvæmda og við Ríkisútvarpið vegna byggingar á sameiginlegri aðstöðu varðandi aðflutningskerfi sjónvarps og radíólínukerfis Pósts og síma.

3. Flugmálastjórn: Komið hefur verið á deildaskiptingu og fjármálalegu eftirliti innan stofnunarinnar, jafnframt því að bókhaldið var sett í tölvuvinnslu. Unnt er að fylgjast með fjármálum einstakra flugvalla mánaðarlega samkv. fyrir fram ákveðinni viðfangsefnaskiptingu.

4. Landhelgisgæslan: Landhelgisdeilan tafði fyrir og breytti forsendum, þannig að úrvinnsla hefur ekki átt sér stað.

5. Fríhöfn Keflavíkurflugvelli: Birgðabókhald var endurbætt, tegundafjöldi lækkaður og daglegu uppgjöri komið á í samvinnu við útibú Landsbanka Íslands.

6. Vegagerð ríkisins: Bókhaldsvinnsla endurskipulögð ásamt pappírsstreymi og vinnubrögðum þar að lútandi. Eftirlit með yfirvinnu og akstri starfsmanna. Þetta hefur leitt til fækkunar starfsfólks og bættrar áætlanagerðar varðandi rekstur og framkvæmdir stofnunarinnar.

7. Tryggingastofnun ríkisins: Tölvuvinnsla tryggingabóta upp tekin. Vinnsla hófst 1. jan. 1976.

8. Gutenberg: Skipulagsbreyting var gerð og áætlun um þróun offsetprenttækni, jafnframt því að dregið yrði úr prentun með hefðbundinni aðferð, þ. e. a. s. blýsetningu.

9. Háskóli Íslands: Lækkun prófkostnaðar með því að hætta að hafa prófdómara við skrifleg próf.

10. Raunvísindastofnun háskólans: Verkaskipting við ákvæðisvinnu ræstingakvenna.

11. Rafmagnseftirlit ríkisins: Tillögur um skipulag Rafmagnseftirlits ríkisins og skipan eftirlits. Úttekt á raffangaprófun. Skipulagsbreytingar hafa komið til framkvæmda að hluta, en áfram er unnið að þeim.

12. Skrifstofa ríkisspítalanna: Endurskipulagning á þjónustu vaktmanna á Landspítala. Vinnutilhögun hefur að mestu verið breytt í þá átt sem lagt var til. Athugun á vinnuskipulagi við hjúkrun á legudeildum Landspítala og Vífilsstaðaspítala. Endurskipulagning á þjónustukerfi sótthreinsunardeildar Landspítalans. Unnið er samkv. þessum till. að endurskipulagningu. Athugun á sjúklingabókhaldi með tilliti til endurskipulagningar, niðurstöður liggja þar ekki fyrir.

13. Dómsmrn.: Úttekt á dómskerfinu frá sjónarmiði skipulagningar og stjórnunar. Niðurstöður sendar réttarfarsnefnd, og má vísa til skýrslu dómsmrh. hér á þingi fyrir skömmu.

14. Heilbrrn.: Úrtakskönnun á starfsmannahaldi 10 sjúkrahúsa úti um land gerð í þeim tilgangi að kanna breytingar á fjölda starfsmanna, breytingar á hlutfalli yfirvinnu og launahækkanir starfsfólks. Unnið fyrir daggjaldanefnd.

15. Innkaupastofnun ríkisins: Athugun á skipulagi og starfsháttum.

16. Eftirlitsstofnanir: Rafmagnseftirlitíð, Öryggiseftirlitið, Heilbrigðiseftirlitið og Löggildingaskrifstofan — skipulagning á starfsemi þessara stofnana.

17. Bifreiðaeftirlit ríkisins: Almenn athugun á einstökum verkþáttum, aðallega vegna fyrirhugaðra flutninga.

18. Hjúkrunarskóli Íslands: Skipulagsbreytingar sem fela í sér kennsluáætlun 4 ár fram í tímann.

19. Menntmrn.: Verkmenntun á framhaldsskólastigi frá sjónarmiði fjárhagslegrar hagkvæmni.

20. Keflavíkurflugvöllur — tekjustofnar og rekstur Fríhafnar: Unnið er að athugun á tekjustofnum Keflavíkurflugvallar og rekstri Fríhafnar.

21. Skipaútgerð ríkisins: Gerð var áætlun um endurskipulagningu á vörugeymslu fyrir Skipaútgerð ríkisins. Enn fremur tengist hagræðing við uppskipun og útskipun þessu verkefni.

22. Gjaldheimtan í Reykjavík: Athugun var gerð á starfs- og vinnuháttum Gjaldheimtunnar og liggja fyrir tillögur til endurbóta á því.

23. Húsnæðismálastofnun ríkisins: Unnið er að því að koma á launahvetjandi kerfi og verkbókhaldi.

24. Menntaskólinn á Ísafirði: Unnið er að því að koma á tímamældum ákvæðum við ræstingastörf.

25. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins: Unnið er að athugun á vinnuskipulagi og verðlagningu.

26. Lyfjaverslun ríkisins: Unnið er að gagngerðum endurbótum á húsnæði og tækjakosti.

27. Ferðaskrifstofa ríkisins: Hagræðing í rekstri Edduhótela og breytingar á uppsetningu bókhalds.

Ég hef lokið lestri mínum, herra forseti. Ég biðst velvirðingar á því, að ég hef tekið meiri tíma en þingsköp gera ráð fyrir, en ég vildi um leið nota tækifærið til þess að benda á, að þegar slíkar fsp. koma eins og hér eru, enda þótt ekki sé óskað eftir skriflegu svari, þá teldi ég rétt að forseti tæki til athugunar, hvort ekki væri ástæða til, þó ekki sé beðið um skriflegt svar, einmitt í slíku tilfelli sem þessu að hafa það skriflegt.