18.04.1978
Sameinað þing: 67. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3543 í B-deild Alþingistíðinda. (2695)

164. mál, kostnaður vegna ráðgjafarstarfa um rekstur ríkisfyrirtækja eða stofnana

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Það er sjálfsagt að verða við beiðni hv. 2. þm. Austurl. Lokaorð mín áðan voru einmitt sögð til þess að vekja athygli á því, að slík svör sem ég gaf áðan eru eðlilegri skrifleg en þau séu gefin í þeim hefðbundna fsp.- tíma sem þingsköp gera ráð fyrir. Það var að sjálfsögðu von og vísa hæstv. forseta að taka slíkar ábendingar strax til greina, og veit ég að þingheimur er sammála um að þau svör, sem gefin eru undir slíkum kringumstæðum, séu betri skrifleg en eytt sé tíma til upplestrar á slíku.