01.11.1977
Sameinað þing: 11. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 343 í B-deild Alþingistíðinda. (270)

313. mál, bifreiðahlunnindi bankastjóra

Ingólfur Jónsson:

Herra forseti. Ég gerði ekki ráð fyrir því að koma upp í ræðustól að þessu sinni í tilefni af þessum dagskrárlið. En af því að hv. fyrirspyrjandi spurði sérstaklega um og vildi fá svör við því, hvort rétt væri að hlunnindi forstjóra Framkvæmdastofnunar ríkisins væru þau sömu og bankastjórar hafa, vil ég upplýsa hvað rétt er í því. Það mun hafa verið ákveðið í árslok 1971 eða í ársbyrjun 1972, að forstjórar Framkvæmdastofnunarinnar fengju bifreiðahlunnindi líkt því sem er í ríkisbönkunum. Þessi hlunnindi hafa ekki verið af þeim tekin.