18.04.1978
Sameinað þing: 67. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3549 í B-deild Alþingistíðinda. (2706)

354. mál, hátíðarbrigði vegna stórafmælis Snorra Sturlusonar

Forseti (Friðjón Þórðarson) :

Ég vil minna hv. alþm. á að vera stuttorða og gagnorða. Snorri var sjálfur stuttorður og gagnorður og orðhagasti maður Sturlungaaldar. Það er talið, að ekki séu eftir honum hafðar í Íslendingasögu nema tvær setningar orðréttar: „Út vil ek“ og „Eigi skal höggva.“