01.11.1977
Sameinað þing: 11. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 344 í B-deild Alþingistíðinda. (271)

313. mál, bifreiðahlunnindi bankastjóra

Dómsmrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Í svari mínu áðan féll niður eitt atriði sem e.t.v. gæti valdið misskilningi, og þess vegna vil ég koma því hér að. Það er það, að bankarnir greiða að sjálfsögðu tolla og söluskatt og önnur þau gjöld, sem um er að ræða, af þessum bifreiðum. Það er því ekki um það að tefla að haft sé fé af ríkinu með þessum hætti, heldur eru það bankarnir sem greiða þessa útgjaldaliði í sambandi við innflutning á þessum bifreiðum. Þetta er enn því til styrktar sem ég sagði áðan, að eðlilegast er að líta þetta sem hluta af launum bankastjóra, og bankarnir leggja þarna fram fé með þessum hætti. Ég vil taka þetta fram til að koma í veg fyrir misskilning.