18.04.1978
Neðri deild: 78. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3586 í B-deild Alþingistíðinda. (2725)

282. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Lúðvík Jósepason:

Herra forseti. Ég býst við að flestum hv. alþm. þyki þetta frv. nokkuð seint á ferðinni, að það skuli lagt fram nú þegar þinglok nálgast. Þó virðist svo vera, að hæstv. ríkisstj. geri ráð fyrir að frv. nái fram að ganga og verði gert að lögum á þessu þingi.

Þegar haft er í huga að hæstv. ríkisstj. hefur haft næstum heilt kjörtímabil til þess að undirbúa þetta mál, þá sjá menn að þetta hefur reynst ríkisstj. allerfitt. Þessu var lofað strax í stjórnarsáttmála, og alltaf hefur verið von á því að hæstv. ríkisstj. legði fram frv. til l. um breytingar á tekju- og eignarskattslögum og reyndar miklu fleiri lögum sem snerta tekjustofna ríkisins. Það er rétt rúmlega ár síðan hæstv. ríkisstj. gerði eina verulega tilraun í þessa átt og lagði þá fram frv. til endurskoðunar á tekjuskattslögunum. Það mál var rætt á Alþ. í nokkurn tíma og síðan unnið að afgreiðslu þess í n., en þá kom fljótlega í ljós, að þó að bar væri um stjfrv. að ræða stóð ríkisstj. ekki öll að frv. og í stjórnarflokkunum var mikill ágreiningur uppi um ýmis efnisatriði þess frv. Eins og hv. alþm. minnast fór þetta á þá lund, að eftir að málið hafði verið rætt og allmikið um það fjallað í n. dagaði frv. uppi og náði ekki fram að ganga. Nú hefur sem sagt hæstv. ríkisstj. haft sig í það rétt í þinglokin að koma saman öðru frv. og gera annað áhlaup í þessum efnum og leggur fram það sem liggur fyrir nú.

Frv. er í hvorki meira né minna en 118 frvgr. og þar að auki koma svo ákvæði til bráðabirgða í 6 köflum, talsvert mál. Af þessu má auðvitað sjá, að hér er ekki um neitt smáræðismál að ræða. Allir hv. alþm. þekkja það, að jafnan hefur farið svo á Alþ. að meðferð skattamála hefur tekið alllangan tíma, umr. hafa gjarnan orðið nokkuð langar, margar brtt. hafa komið fram og þeir aðilar eru margir í þjóðfélaginu sem láta sig þessi mál skipta. leita gjarnan til Alþ. þegar breytingar eru á ferðinni varðandi skattamál. vilja hafa sitt að segja. gera sínar aths.. koma fram með till. Ég get varla trúað því, að hæstv. ríkisstj. búist við því að hægt verði að afgreiða hetta mál á þessu þingi án þess að ýmsum aðilum, sem gjarnan hafa komið með till. sínar varðandi skattalög, verði gefinn kostur á að setja fram sjónarmið sín í sambandi við hetta frv. og þannig verði veittur talsverður tími í það að starfa að málinu í n. Að sjálfsögðu er hægt að spara einhvern tíma með vinnubrögðum eins og hæstv. fjmrh. lagði til að höfð yrðu, á þann hátt að fjhn. beggja d. vinni saman að málinu, a. m. k. á frumstigi, eins og oft er gert í slíkum tilfellum. En þrátt fyrir það er alveg ljóst, að ekki getur verið um að ræða eðlilega afgreiðslu á málaflokki sem þessum, ef gerð er tilraun til þess að koma málinu í gegn á 2–3 vikum, það er alveg útilokað. Því sýnist mér alveg augljóst, að sé stefnt að því í fullri alvöru að gera frv. að lögum á þessu þingi verði að reikna með því, að þing standi a. m. k. fram undir miðjan maí, því að auðvitað er málum þannig varið, að þetta frv. er ekki eitt á ferðinni hér í þinginu. Hæstv. ríkisstj. hefur þegar gert grein fyrir á milli 50 og 60 málum, sem liggja fyrir þinginu til afgreiðslu, og leggur hún áherslu á að þau verði afgreidd áður en þingi lýkur. Til viðbótar koma svo margar till. og frv. frá einstökum alþm. í mörgum tilfellum er þarna um að ræða heila lagabálka, langa og mikla, sem talsverður ágreiningur er uppi um, svo að það má vera augljóst, að ekki er hægt að afgreiða mál eins og þetta nema þá þing standi allmiklu lengur en talað hefur verið um.

Ég vildi fyrir mitt leyti undirstrika þetta, þegar þetta mál er fram lagt, því að fari svo, að ekki takist að afgreiða málið á þessu þingi, er auðvitað ekki við neinn um að sakast annan en hæstv. ríkisstj. sjálfa. Hún er svona seint á ferðinni með málið. Þótt hún hafi verið að baksa við þetta mál í nærfellt 4 ár, þá vinnur hún þannig að því nú, að hún kemur með það á síðustu stundu. Hún getur ekki ætlast til þess að mál af þessari tegund fari fram athugunarlítið á Alþingi.

En um þetta mál vildi ég segja að öðru leyti við 1. umr. málsins, að mér sýnist að það sé eins með þetta frv. og hitt, sem ríkisstj. lagði fram fyrir rétt rúmlega ári, að frv. fjalli að litlu leyti um það, sem ég tel að fyrst og fremst hefði þurft að fjalla um varðandi allsherjarendurskoðun á tekjuskattslögum okkar. Þegar menn hugsa til þess, hvað það er í raun og veru sem mest hefur verið gallað í tekjuskattslögum okkar, þá er það að mínum dómi, svo að ég minnist á nokkur aðalatriðin. í fyrsta lagi sú staðreynd, sem ég hygg að flestir viðurkenni, að atvinnurekstur og hvers konar fyrirtæki í landi okkar hafa á undanförnum árum greitt mjög lítið af sínum hlut af tekjuskattinum og sömuleiðis af eignarskattinum. Þetta stafar einfaldlega af því, að hvers konar rekstur hefur haft þá sérstöðu í skattalögum okkar, að byggt hefur verið á eigin framtölum atvinnurekstrarins, þar sem skattayfirvöld hafa ekki getað komið við nema minni háttar aðhaldi eða aths. Eigendur fyrirtækjanna eða þeir, sem hafa stjórnað þeim. hafa svo að segja haft sjálfdæmi um framtal sitt. Þetta hefur auðvitað verið á allt annan veg gagnvart almennum launþegum. Við vitum að þó að launafólk hafi gert sínar eigin skattaskýrslur, sent sitt framtal, þá hefur launafólk verið bundið af allríku eftirliti, þar sem aðrir hafa verið látnir segja til um hvaða hann hafa verið greidd hverjum og einum manni í hverju einstöku tilfelli. Það eru því, held ég, flestir á því máli, að launatekjur manna hafi komið mjög sæmilega vel fram til skattlagningar. Skatturinn hefur af þessum ástæðum að langsamlega mestu leyti hvílt á launafólki. Atvinnureksturinn hefur hins vegar haft þessa sérstöðu, sem ég sagði, og það hefur raunverulega ekki verið aðstaða til þess að líta eftir því, að ýmiss konar útgjöld, sem færð hafa verið á reikning fyrirtækja, væru nákvæmlega rétt. Einnig hefur atvinnurekstrinum verið veitt heimild til þess að draga frá tekjum sínum allháar fjárhæðir í formi fyrninga sem gert hafa fjöldamörg fyrirtæki skattlaus. Eins hafa fyrirtækin haft aðstöðu til þess að leggja talsvert af beinum hagnaði sínum, þegar öll útgjöld hafa verið talin, í varasjóð sem ekki hefur heldur verið skattlagður. Afleiðingin af þessu hefur orðið sú, eins og ég sagði, að þó að um hafi verið að ræða umfangsmikinn rekstur af ýmsu tagi, rekstur sem hlaupið hefur jafnvel á hundruðum millj. kr. hjá fyrirtækjum, þá hafa þessi fyrirtæki mörg hver ekki borgað eina einustu krónu í tekjuskatt. Og þó að fyrirtæki hafi sloppið á þennan hátt um langan tíma, þá hefur þeim tekist, þó þau hafi aldrei borgað neinn tekjuskatt, að komast yfir allmyndarlegar eignir á rekstrartíma sínum. Ég tel þetta atriði, hvað atvinnurekstur af ýmsu tagi og alls konar milliliðastarfsemi fyrirtækja hefur sloppið vel undan tekjuskattsgreiðslu, einn mesta gallann á skattalögum okkar. Við þennan galla er ekki fengist á neinn hátt í þessu frv. Það eru ekki gerðar neinar efnisbreytingar varðandi þetta atriði. Það eru engar líkur til þess, að þau fyrirtæki, sem sloppið hafa við tekjuskattsgreiðslu á undanförnum árum, greiði meira þó að þetta frv. verði gert að lögum. Það er sem sagt gengið fram hjá þessu.

Svo að annað dæmi sé nefnt um ágallana á skattalöggjöf okkar, þá kannast allir við það, að ýmsir aðilar hafa haft aðstöðu í kerfinu til þess að skjóta tekjum sínum — raunverulegum tekjum sínum — undan skattlagningu. Þetta eru aðilar sem ekki teljast hreinir launþegar þannig að litið verði eftir tekjum þeirra eða gerður verði samanburður á því, sem þessir aðilar telja fram sem launatekjur sínar, og því, sem aðrir hafa greitt heim. Um það hefur sem sagt verið að ræða, að ýmsir slíkir aðilar, sem borist hafa allmikið á og vitanlega hafa haft allmiklar tekjur vegna ýmiss konar umsvifa og starfsemi í þjóðfélaginu, hafa sloppið að verulegu leyti við tekjuskattsgreiðsla. Oft er hent á þessa aðila. Heilar stéttir eru nefndar í þessum efnum. Ég skal ekki fara út í það, en ég veit að allir hv. alþm. þekkja þess dæmi, þeir vita um þetta, þetta er svo mikið umrætt mál. Þarna er um stórfelldan galla að ræða á tekjuskattslöggjöf okkar og framkvæmdinni á innheimtu tekjuskatts. Það er ekki heldur vikið að því á neinn hátt í þessu frv. að setja undir þennan leka. að reyna að tryggja að þessir aðilar borgi réttlátan hluta í tekjuskatt af raunverulegum tekjum sínum. Við þessu er ekki hreyft í þessu frv.

Hins vegar er fengist í þessu frv, við ýmis önnur atriði sem snerta tekjuskattsmál okkar, og sum stefna bar að mínum dómi, þau atriði sem hér er fjallað um, í rétta átt og eru til bóta, þó að þar þurfi að gera á vissar breytingar. Það er t. d. í þessu frv., eins og reyndar var í því frv. sem ríkisstj. lagði fram fyrir rétt rúmu ári, farið nokkuð inn á þá braut að reyna að skilja á milli tekna þeirra einstaklinga, sem hafa með höndum minni háttar eða sérstakan rekstur, einstaklingsrekstur, skilja á milli þeirra persónutekna og þeirrar starfsemi sem þeir hafa með höndum. Alkunna er að ýmsir þeir einstaklingar, sem hafa haft með höndum minni háttar rekstur, koma út í rekstrarbókhaldi sínu sem gersamlega tekjulausir aðilar og borga engan tekjuskatt, en nú er gert ráð fyrir því, að þessum aðilum verði áætlaðar ákveðnar persónutekjur. Þó verð ég að segja, að ákvæði frv. um þetta atriði eru afar óljós. Það er mjög erfitt að átta sig á því, hvernig hugsað er að framkvæma þetta atriði. Bent var á það í umr, um fyrra frv. ríkisstj., sem fjallaði um þetta atriði, að setja þyrfti þarna nokkru nákvæmari reglur, svo að menn vissu að hverju væri stefnt. Ég sé ekki við fyrsta yfirlestur, að gerð hafi verið í þessum efnum nein veruleg breyting frá fyrra frv., og sama óvissan ríkir um það, hvernig ætlað er að standa að þessu. Þarna tel ég þó að stefnt sé í rétta átt. Það ber að skilja þarna á milli hreinna persónutekna þessara aðila og þess atvinnurekstrar sem þeir hafa með höndum.

Þá er einnig í þessu frv. tekist á við það margumrædda mál, hvernig skattleggja skuli hjón, sem allajafna hafa verið samsköttuð til þessa. Nú er gert ráð fyrir sérsköttun að verulegu leyti, þó ekki að öllu leyti. Ég tel að þarna sé stefnt í rétta átt. En eins og áður er þó augljóst, að menn reka sig í þessu tilfelli á nokkuð erfitt þrep vegna þeirra reglna sem í gildi hafa verið. Það er enginn vafi á því varðandi regluna sem hefur gilt í þessum efnum, þar sem var um 50% frádráttarregluna að ræða varðandi tekjur eiginkonu sem hafði sjálfstæðar tekjur, að þeir aðilar, sem svo var ástatt um, nutu nokkurra skatthlunninda, eins og oft hefur verið talað um. Ég býst við því, að þessi skatthlunnindi hafi haft eitthvað að segja í sambandi við þá þróun sem yfir hefur gengið, að konur hafa sótt miklu meira út á vinnumarkaðinn nú í seinni tíð en áður. Tel ég að þar hafi verið stefnt í rétta átt, það hafi verið eðlilegt og því beri að fara varlega í að gera hlut þeirra, sem þarna eiga hlut að máli, verri en hann var. Ég býst við því, að hv. alþm. hafi tekið eftir því, að hæstv. fjmrh. greindi þannig frá þessum málum varðandi ákvæði þessa frv., að segja mætti að ef annað hjóna — eða sem sagt eiginmaðurinn — hefði allar tekjur heimilisins, en eiginkonan hefði ekki sjálfstæðar tekjur, þýddi þetta frv, nokkra skattalækkun hjá þeim, allt upp í það að eiginmaðurinn hefði um 6 milli. kr. tekjur miðað við árið 1978. Að því marki væri — taldi ráðh. — um nokkra skattalækkun að ræða hjá þessum aðilum. Ef eiginkonan hefur hins vegar sjálfstæðar tekjur, þá mættu tekjur hennar ekki fara yfir 2 milli. kr. miðað við árið 1978 — og gert væri þá ráð fyrir því að eiginmaðurinn hefði svipaðar tekjur — án þess að slík hjón lentu í skattaþyngingum frá því sem verið hefur. Auðvitað kemur engum á óvart að þetta kemur upp, en ég hygg að eins og tölur eru orðnar nú muni þetta verða í æðimörgum tilfellum, þar sem konan vinnur úti og a. m. k. gegnir eðlilega launuðu starfi, að hún fari upp í þessa tekjuhæð, í sambandi við þá sérsköttun, sem hér á að taka upp, verði því algengt að sérsköttunin þýði í þessu tilfelli skattaþyngingu.

Ég hef bent á það áður í umr. um þessi mál, að ekki er auðvelt að komast hjá 50% reglunni án þess að vandamál sem þetta komi upp. Ég hafði því bent á að vel væri hægt að hugsa sér að 50% reglan gengi út á nokkrum árum, hér yrði breytingin ekki tekin í einu stökki, heldur í nokkrum þrepum, þá kæmust menn miklu auðveldar út úr þeim vanda, sem þarna er fyrir hendi. Ég tel fyrir mitt leyti ekki mikla ástæðu til þess að gera skatthlut þeirra, þar sem eiginmaðurinn telst fyrir öllum tekjunum, miklu betri en hann hefur verið, en skatthlut hinna miklu lakari, þó að mér sé ljóst að 50% reglan eigi ekki rétt á sér, geti ekki staðist til langframa og undan henni þurfi að komast. (Forseti: Ég vil spyrja hv. þm., hvort hann búist við að geta lokið máli fyrir matarhlé eða hvort hann kýs að hlé verði gert á ræðu hans.) Ég get ekki lokið henni núna fyrir kl. 7. Það er útilokað. Ég er rétt að byrja. (Forseti: Er þá þannig statt í ræðunni, að hér verði hægt að gera kaflaskil?) Jú, það er auðvelt að setja punkt hvar sem er. — [Fundarhlé.]

Hæstv. forseti. Þegar hlé var gert á fundinum hafði ég víkið að nokkrum efnisatriðum frv., en átti eftir að ræða ýmsa aðra býsna mikilvæga þætti sem felast í þessu frv., þ. á m. þann þáttinn sem snertir skattlagningu á söluhagnaði sem til fellur af sölu eigna. Ég tel að sá þáttur í frv. sé einn af þeim veigameiri. Hins vegar er þar um að ræða að mínu mati mjög vandasamt mál og flókið. Ég er hræddur um að huga þurfi að þeim reglum, sem þar eru settar upp, því þó að enginn vafi leiki á því, að réttmætt geti verið að skattleggja þann hagnað, sem fram kemur við sölu á eignum í vissum tilvikum, þá er enginn vafi á því, að þar er um svo breytilegar aðstæður að ræða, að nokkuð getur orkað tvímælis að ætla að skattleggja einhvern útreiknaðan hagnað, sem til fellur í vissum tilvikum.

Vegna þess að ekki eru aðstæður eins og sakir standa, þar sem fáir alþm. eru mættir í kvöld, þá mun ég geyma til síðari umr. um þetta mál að ræða ítarlega þennan kafla, sem ég beini nokkuð athygli að, og ýmis önnur atriði frv. mun ég geyma til síðari umr. að ræða um. Ég mun því stytta mál mitt. En ég vil vekja athygli á því, að fram kemur í þessu frv., að sú endurskoðun, sem hér er um að ræða á tekjuskattslögunum, er aðeins hluti af þeirri allsherjarendurskoðun sem fram á að fara á tekjuöflunarkerfi ríkisins í heild. Ber þá að sjálfsögðu að huga að því. að tekjuskatturinn og eignarskatturinn eru aðeins lítill hluti af heildartekjuöflun ríkisins, svo að endurskoðun á þeim hluta tekjustofnanna verður að vera í einhverju samræmi við mótaða heildarstefnu varðandi tekjuöflun. Hins vegar kemur ekki fram í þessu frv. og hefur ekki komið fram frá hæstv. ríkisstj. neitt um það, hver þessi stefna er varðandi tekjuöflun ríkisins almennt séð. Ég geymi mér líka að ræða þann þátt þar til síðar. En ég tel að í rauninni sé erfitt að taka afstöðu til þessa máls eða þessarar endurskoðunar án þess að upplýsingar liggi fyrir um ýmsa aðra mikilvæga þætti í sambandi við endurskoðun þessara tekjuöflunarmála í heild.

Ég vil taka það strax fram í sambandi við það frv., sem hér liggur fyrir um tekjuskatt og eignarskatt, að fylgifrv., sem snertir staðgreiðslu opinberra gjalda, sé ekki búið að fá nægilegan undirbúning, það þurfi að hafa samráð við ýmsa þá aðila, sem eiga hlut að máli, frekar en gert hefur verið. Ég efast að vísu ekki um að horfið verður að því að taka upp staðgreiðslu á opinberum gjöldum, og ég held að það sé rétt stefna sem í því felst. Hins vegar sýnist mér að það mál eigi of langt í land enn til þess að hægt sé að móta þar ákveðna framkvæmd, hvernig hugsað sé að standa að þeim málum. Það frv., sem liggur fyrir um þetta atriði, er eflaust gagnlegt, en mér sýnist það samt við fyrsta yfirlestur vera þannig, að varla sé við því að búast að það verði gert að lögum á þessu þingi og því sé eðlilegra að frv. verði geymt og þeir, sem þarna eiga mikilla hagsmuna að gæta, eins og bæjar- og sveitarfélög, fái að segja álit sitt á þessu máli.

Að þessu mæltu mun ég ekki eyða frekari tíma í þessar umr., en geymi mér að ræða nánar um þau efnisatriði, sem ég hef hér minnst á, þar til málið kemur hér til 2. umr. síðar.