22.04.1978
Neðri deild: 80. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3818 í B-deild Alþingistíðinda. (2964)

245. mál, verðlag, samkeppnishömlur og óréttmætir viðskiptahættir

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Það er aðeins örstutt aths. — Ég hefði gjarnan óskað þess. að hv. síðasti ræðumaður hefði ekki flutt þessa ræðu sem hann flutti, og mæli þar af sérstakri velvild til hans. Hann segir að atkvgr. 1970 hafi verið vantraust á þáv. ríkisstj. eða mig sem viðskrh. Það var aldrei orðað einu orði. Ég hef farið yfir allar umr. af þessu tilefni. Slíkt var aldrei orðað einu orði á þeim árum. Það er fyrst nú sem hv. þm. Tómasi Árnasyni dettur í hug að túlka atkvgr. vorið 1970 sem hugsanlegt vantraust á þáv. ríkisstj. eða á mig. En þá orðaði hann það ekki. Hins vegar er rétt að það komi fram, fyrst hv. þm. kvaddi sér hljóðs, hann átti sæti í nefndinni, sem samdi frv., sem fulltrúi Framsfl., þannig vildi til, að hann var staddur erlendis þegar nál. var gefið út. Ég tel mér ekki heimilt og teldi það ekki vera drengilegt að skýra frá því, hver störf Tómasar Árnasonar voru í þessari nefnd, en þau voru með miklum ágætum. Er hest að hver skilji það eins og honum sýnist, og skal ég ekki orðlengja um það.

En mergurinn málsins er þessi, og það skulu vera síðustu orð mín: Ef þetta frv. núna er gott mál, þá var frv. 1969 líka gott mál. Og það er mergurinn málsins, að heill stjórnmálaflokkur, næststærsti stjórnmálaflokkur þingsins, skuli af í hæsta máta annarlegum ástæðum hafa beitt sér þá gegn máli sem hann nú telur vera gott mál.