25.04.1978
Sameinað þing: 70. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3871 í B-deild Alþingistíðinda. (3031)

232. mál, ljósmæðralög

Fyrirspyrjandi (Helgi F. Seljan):

Herra forseti. Ég hef á þskj. 444 leyft mér að flytja svo hljóðandi fsp. til heilbr.- og trmrh.:

„Hvað liður framkvæmd lagaákvæða um kjör ljósmæðra, sbr. lög nr. 39 25. maí 1970?“ Lagafrv. um breytingu á ljósmæðralögum var flutt fyrst á Alþ. 1972 af hv. þm. Páli Þorsteinssyni og fyrirspyrjanda. Síðar varð hv. þm. Halldór Ásgrímsson fyrri flm. þessa frv. óbreytts.

Aðaltilgangurinn var sá að afnema hin gömlu og alls úreltu ákvæði um ákvörðun á launakjörum ljósmæðra með því að færa ákvörðunina yfir á svið kjarasamninga við opinbera starfsmenn. Þetta var gert með þessari lagabreytingu, sem var samþ. á Alþ. 14. maí 1976.

Í öðru lagi var tilgangurinn sá að tryggja ljósmæðrum eðlilegt orlof eins og öðrum opinberum starfsmönnum. 2. gr. laganna fjallar einmitt um það atriði. Þar segir að ljósmóðir eigi rétt á orlofi ár hvert á sama hátt og aðrir opinberir starfsmenn. Áður voru engin ákvæði um þetta varðandi kjör ljósmæðra. Á orlofsframkvæmdinni hafði einnig orðið mikill misbrestur og ljósmæður voru þar í raun réttri réttindalausar.

Nú hefur það víða gerst, að við hinar nýju heilsugæslustöðvar hafa ljósmæður gengið inn í flest störf eða verið ráðnar sem héraðshjúkrunarkonur þar sem á hjúkrunarkonum hefur ekki verið völ, en nauðsyn verið brýn, en hinar, sem sitja uppi með skyldur og ærna ábyrgð, hafa litla sem enga leiðréttingu fengið. Mér er næst að halda, þó að ég viti það ekki, að við kjarasamninga á s. l. hausti hafi einmitt þessu atriði um ljósmæðurnar verið frestað, og mér er tjáð að sú frestun standi enn. Ef svo er, þá væri gott að fá skýringu á því, hvernig á því standi. En vonandi er að þetta séu rangar upplýsingar og málið sé komið á rekspöl. Við það yrði ekki unað ef málið stæði enn fast þrátt fyrir þessi lög um að kjörin skuli ákveðin með kjarasamningum eða af Kjaradómi á sama hátt og laun opinberra starfsmanna, því að ábyrgð og skyldur eru miklar. Ríkir og snarir þættir í starfi þessara ljósmæðra úr skoðun og leiðsögn ýmiss konar. Það er leitað mikið til margra þeirra þó svo viðkomandi konur fæði á fæðingarstofnun.

Það verður að fá úr því skorið, hvers vegna ekki fæst ákvörðun samkv. þessum lögum. Það er engin launung á því, að sumar ljósmæður telja, að ekki sé nógu fast á eftir ýtt af eigin stéttarfélagi. og aðrar telja. að þarna muni eitthvað vera að hjá rn., en ákvörðun þarf að fást sem fyrst. Mér eru nærtækust dæmi á Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Mikil spurning er um það, hvort ljósmæðurnar þar vilja vinna lengur í þessari algeru óvissu og við þau ósæmandi kjör sem þær búa þar við. Þess vegna hef ég leyft mér að bera þessa fsp. fram til hæstv. ráðh. nm það. hvers sé að vænta eða hvort lausn málsins sé kannske nú á lokastigi.