25.04.1978
Sameinað þing: 70. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3880 í B-deild Alþingistíðinda. (3043)

275. mál, síldarverksmiðja ríkisins á Skagaströnd

Fyrirspyrjandi (Stefán Jónsson) :

Herra forseti. Ég ætla aðeins í örfáum orðum að þakka hæstv. ráðh. fyrir svör hans við þessum fsp. mínum. Að vísu finnst mér leiðinlegt vegna þeirra Ísbjarnarmanna, hversu lengi þeir eru að átta sig á því, hvað þeir hafi haft upp úr Norglobal-leigunni í vetur, og veit ég að þar er hæstv. ráðh. alls ekki um að kenna. Ég geri ráð fyrir því, að útvarpsfréttir austan af landi um að m/s Ísafold hafi þann og þann daginn verið að landa í Norglobal kunni að hafa byggst á misskilningi ellegar að þar hafi verið um dulbúin skip að ræða sem hafi verið að landa í Norglobal. Þetta eru raunverulega aukaatriði í málinu, og ég vil síður en svo gefa í skyn að ráðh. hafi ekki svarað eftir því sem hann vissi best til þessum spurningum. Ég ítreka þakklæti mitt til hans.