26.04.1978
Efri deild: 86. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3959 í B-deild Alþingistíðinda. (3094)

245. mál, verðlag, samkeppnishömlur og óréttmætir viðskiptahættir

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Ástæðan fyrir því, að ég kveð mér hljóðs aftur, eru ummæli hæstv. ráðh. Mér fannst hann snúa dálítið út úr málflutningi mínum áðan. (Gripið fram í.) Nei, ég efast ekkert um að það var ekki ætlun hæstv. ráðh. En ég vil samt sem áður nota tækifærið meðan umr. s+anda yfir til að leiðrétta það sem mér fannst vera misskilningur.

Hann sagði að verðlagsnefnd hefði vald til álagningar á vöru, sem er að sjálfsögðu rétt, en það væri misskilningur hjá mér, og taldi að það væri slæm nýbreytni ef það yrði tekið upp, að Alþ. færi að ákveða um álagningu. Þarna fannst mér ráðh snúa svolítið út úr fyrir mér. Ég hef lagt á það alla áherslu, að hvorki verðlagsnefnd né Alþ. né neinn annar opinber aðili ákvæði álagningu, og að sjálfsögðu alls ekki Alþ., en Alþ. ákvæði sjálft að verðlag skuli vera frjálst og leggi það ekki í vald verðlagsráðs að ákveða um gildistöku laganna eða hvort lögin eigi að taka gildi eða hvenær ástæða er til þess að lögin taki gildi.

Það er aðeins þetta sem ég vildi koma á framfæri.