02.11.1977
Neðri deild: 11. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 394 í B-deild Alþingistíðinda. (312)

8. mál, samstarfsnefndir starfsfólks og stjórnenda fyrirtækja

Flm. (Sighvatur Björgvinsson):

Virðulegi forseti. Þetta frv. til l. um breyt. á l. um Áburðarverksmiðju ríkisins er einnig liður í sama þingmáli, flutt af sömu flm., þm. Alþfl. í þessari hv. d. Þetta frv. var einnig til umr. sem sérstakur kafli í frv. til l. um atvinnulýðræði, sem rætt var í fyrra á Alþ. Efnisatriði frv. eru þau að fjölgað verði í stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins um tvo. Þar verði eftir samþykkt frv., ef samþykkt verður, 7 menn kjörnir hlutfallskosningu í Sþ. til fjögurra ára í senn, eins og nú er, svo og tveir starfsmenn Áburðarverksmiðjunnar, sem kjörnir eru til jafnlangs tíma af starfsfólki hennar, samkv. reglugerð sem landbrh. setur. Þetta er meginatriði þessa frv. Eins og fram kemur í grg., er hér um að ræða aðra ríkisverksmiðjuna af tveimur sem lagt er til að sú undantekning verði gerð við að starfsmenn verksmiðjunnar kjósi fulltrúa beint í stjórn hennar í stað þess, eins og lagt er til í öðru þingmáli frá okkur, að starfsmenn opinberra stofnana myndi samstarfsnefndir ásamt fulltrúum viðkomandi stjórnar. Þessi till, er gerð vegna sérstöðu Áburðarverksmiðju ríkisins og Sementsverksmiðjunnar í hópi opinberra fyrirtækja og stofnana.

Virðulegi forseti. Ég legg svo til að að lokinni þessari umr. verði frv. vísað til 2, umr. og hv. allshn.