26.04.1978
Efri deild: 87. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3964 í B-deild Alþingistíðinda. (3133)

181. mál, bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka

Frsm. meiri hl. (Oddur Ólafsson) :

Herra forseti. Allshn. Ed. hefur haft til umfjöllunar frv. til l. um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka. N. fjallaði nm frv. á allmörgum fundum. Hún bauð til sín fulltrúum stjórnmálaflokka til þess að ræða málið. Aðeins fulltrúi Alþfl. mætti á fundinum. N. varð ekki sammála um afgreiðslu málsins. Meiri hl. leggur til, að frv. verði samþykkt með þeirri breytingu, sem hún flytur á sérstöku þskj., að 5. gr. hljóði þannig:

„Brot gegn lögum þessum varða sektum allt að 10 millj. kr.“

Aðrir nm., Jón G. Sólnes og Bragi Sigurjónsson, skila séráliti.