27.04.1978
Sameinað þing: 72. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4057 í B-deild Alþingistíðinda. (3310)

4. mál, kosningalög

Frsm. (Ellert B. Schram) :

Virðulegi forseti. Hér er til umr. till. til þál. um breytingu á kosningalögum, flutt af hv. þm. Ragnari Arnalds o. fl. Hún hljóðar svo:

„Alþingi ályktar að kjósa fimm manna nefnd, er skipuð sé einum fulltrúa frá hverjum þingflokki, til að semja frv. til l. um breyt. á 1. nr. 52 1959, um kosningar til Alþ., er miði að því að gera kjósendum auðveldara en nú er að velja á milli frambjóðenda á þeim lista sem þeir kjósa.“

Þetta mál snertir endurskoðun á kosningalögum og fléttast jafnframt inn í almennar umr. um breytingar á stjskr., starfsháttum Alþingis o. s. frv. Það er hluti af miklu víðtækara og stærra máli, eins og flestum er ljóst af þeim umr. sem fram hafa farið í þjóðfélaginu og hér á Alþ. að undanförnu. Hv. allshn. hefur leyft sér að leggja fram till. til þál., þar sem gert er ráð fyrir því, að núv. stjskrn. verði leyst frá störfum og ný nefnd verði skipuð, sem fjalli um endurskoðun stjskr. og þá sérstaklega um þau ákvæði stjskr., sem lúta að kjördæmaskipun, svo og að þessi nefnd fjalli um og geri till. um breytingar á kosningalögum og á lögum um Álþingi. Þessi till. er að vísu ekki á dagskrá í dag og er það miður, því að hún er raunverulega móðurskipið í þeim tillöguflutningi sem allshn. hefur gert varðandi þetta mál, sem hér er nú til umr., og önnur þau, sem eru á dagskrá, en með vísan til þessarar till. um nýja nefnd, sem á að fjalla um stjskr., kosningalög og lög um Alþ., hefur allshn. tekið þá afstöðu að leggja til að þessari till. til þál. um breytingu á kosningalögum verði nú á þessu stigi málsins vísað frá með rökstuddri dagskrá, sem hljóðar svo:

„Þar sem allshn. hefur lagt fram till. til þál. um skipan nefndar sem m. a. skal fjalla um það mál, sem hér um ræðir, tekur Sþ. fyrir næsta mál á dagskrá.“