28.04.1978
Neðri deild: 87. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4159 í B-deild Alþingistíðinda. (3411)

27. mál, fuglaveiðar og fuglafriðun

Ellert B. Schram:

Herra forseti. Hv. þm. Jónas Árnason hefur flutt frv. til l. um breyt. á l. nr. 33/1966, um fuglaveiðar og fuglafriðun, þar sem hann gerir ráð fyrir breytingu á 20. gr. þeirra laga

Menntmn. hefur athugað þetta mál og fengið til viðtals Arnhór Garðarsson. Hann hefur veitt n. haldgóðar upplýsingar um þessi mál og þ. á m. upplýst n. um það, að nú liggi fyrir tillögur endurskoðunarnefndar hjá menntmrn., þar sem gerðar eru till. um breyt. á þessum lögum.

Með hliðsjón af þessum upplýsingum þótti meiri hl. n. rétt að bíða með einstakar breyt. á lögunum og leggur því til að þessu máli sé vísað til ríkisstj.

Hv. þm. Svava Jakobsdóttir mælir með því, að frv. sé samþ., og skilar séráliti.